Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. júlí 2016 07:00 Barack Obama og Hillary Clinton á landsþingi Demókrataflokksins í Philadelphíu. vísir/epa „Það hefur aldrei verið neinn karl eða nein kona, hvorki ég né Bill né nokkur annar, sem hefur verið hæfari en Hillary til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði Barack Obama forseti í ræðu sinni á landsþingi Demókrataflokksins í fyrrakvöld. Landsþinginu lauk í nótt með ræðu Clinton eftir að hún hafði formlega fallist á útnefningu sem forsetaefni flokksins, en undanfarna daga hafa félagar hennar og vinir, þungavigtarfólk í flokknum og frægir demókratar úr ýmsum áttum, keppst um að hlaða á hana lofi. Obama skoraði á fólk að taka þátt í kosningunum: „Ef þið takið lýðræðið okkar alvarlega, þá getið þið ekki leyft ykkur að sitja heima bara vegna þess að hún kann að vera ósammála ykkur um eitthvað.“ Rétt eins og fleiri ræðumenn á flokksþinginu skaut Obama föstum skotum á Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins; sagði hann hreinlega vera ógn við bandarískt samfélag, ekki síður en hryðjuverkamenn, fasista eða kommúnista: „Hann hefur ekkert að bjóða nema slagorð og ótta. Hann veðjar á að takist honum að hræða nógu marga þá geti hann rétt svo fengið nógu mörg atkvæði til þess að sigra í þessum kosningum.“ Joe Biden varaforseti tók í sama streng og sagði ómögulegt að kjósa mann sem notfærir sér ótta fólks við hryðjuverk sjálfum sér til framdráttar. Sjálfur sagðist Obama hins vegar bjartsýnni nú en nokkru sinni fyrr fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann þakkaði þjóðinni vegferðina undanfarin átta ár og hvatti fólk til að kjósa Clinton, svo hann geti afhent henni keflið. „Það hefur verið gert grín að henni af hægrisinnum og sumum sem eru vinstra megin. Hún hefur verið sökuð um allt sem hægt er að ímynda sér – og sumt sem ekki er hægt að ímynda sér,“ sagði hann. „En hún veit að þetta er það sem gerist þegar maður er undir smásjánni í fjörutíu ár.“ Sjálf leggur Clinton áherslu á að kosningarnar í nóvember verði tilefni til uppgjörs, þar sem Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir vilji standa saman eða gefast upp fyrir sundrungaröflum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
„Það hefur aldrei verið neinn karl eða nein kona, hvorki ég né Bill né nokkur annar, sem hefur verið hæfari en Hillary til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði Barack Obama forseti í ræðu sinni á landsþingi Demókrataflokksins í fyrrakvöld. Landsþinginu lauk í nótt með ræðu Clinton eftir að hún hafði formlega fallist á útnefningu sem forsetaefni flokksins, en undanfarna daga hafa félagar hennar og vinir, þungavigtarfólk í flokknum og frægir demókratar úr ýmsum áttum, keppst um að hlaða á hana lofi. Obama skoraði á fólk að taka þátt í kosningunum: „Ef þið takið lýðræðið okkar alvarlega, þá getið þið ekki leyft ykkur að sitja heima bara vegna þess að hún kann að vera ósammála ykkur um eitthvað.“ Rétt eins og fleiri ræðumenn á flokksþinginu skaut Obama föstum skotum á Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins; sagði hann hreinlega vera ógn við bandarískt samfélag, ekki síður en hryðjuverkamenn, fasista eða kommúnista: „Hann hefur ekkert að bjóða nema slagorð og ótta. Hann veðjar á að takist honum að hræða nógu marga þá geti hann rétt svo fengið nógu mörg atkvæði til þess að sigra í þessum kosningum.“ Joe Biden varaforseti tók í sama streng og sagði ómögulegt að kjósa mann sem notfærir sér ótta fólks við hryðjuverk sjálfum sér til framdráttar. Sjálfur sagðist Obama hins vegar bjartsýnni nú en nokkru sinni fyrr fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann þakkaði þjóðinni vegferðina undanfarin átta ár og hvatti fólk til að kjósa Clinton, svo hann geti afhent henni keflið. „Það hefur verið gert grín að henni af hægrisinnum og sumum sem eru vinstra megin. Hún hefur verið sökuð um allt sem hægt er að ímynda sér – og sumt sem ekki er hægt að ímynda sér,“ sagði hann. „En hún veit að þetta er það sem gerist þegar maður er undir smásjánni í fjörutíu ár.“ Sjálf leggur Clinton áherslu á að kosningarnar í nóvember verði tilefni til uppgjörs, þar sem Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir vilji standa saman eða gefast upp fyrir sundrungaröflum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira