Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:27 Obama og Clinton að lokinni ræðu forsetans. Vísir/Getty Landsþing Demókrataflokksins stendur enn yfir í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hillary Clinton var valin forsetaefni flokksins á þriðjudag en í gær stigu stór nöfn innan flokksins á stokk. Barack Obama forseti Bandaríkjanna ávarpaði þingið og skaut hart að forsetaefni repúblikana, Donald Trump. Hann sagði meðal annars að sýn Trump á framtíð Bandaríkjanna væri ekki það land sem hann þekkti. „Kraftur okkar kemur ekki frá sjálfskipuðum bjargvætti sem lofar því að hann einn geti komið á röð og reglu, svo lengi sem við gerum hlutina eftir hans nefi,“ sagði Obama meðal annars. Þegar forsetinn minntist á Trump byrjuðu áhorfendur að púa og svaraði forsetinn um hæl: „Ekki púa, kjósið!“ Forsetinn skaut ekki einungis að Trump heldur lýsti hann formlega yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton sem forsetaefni demókrata. Hann sagði engan mann eða konu nokkurntíman hafa verið hæfari forsetaframbjóðanda. „Ekki ég, ekki Bill, enginn,“ sagði Obama. Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna og eiginmaður Hillary, stóð upp og fagnaði við þessi orð forsetans. Í lok ræðu Obama gekk Clinton inn á sviðið og fagnaði með forsetanum. Joe Biden, varaforseti flokksins ávarpaði þingið einnig og lagði áherslu á millistéttarfólk. Hann sagði Trump ekki vita neitt um millistéttina og titlaði sjálfan sig „Millistéttar Joe." Varaforsetaefni Clinton, öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, hélt einnig ræðu. Fundinum lýkur í kvöld og þá mun Hillary Clinton ávarpa þingið.Hér má sjá samantekt CNN frá fundi gærdagsins: Hér má sjá Clinton fagna með Obama: Hér er ræða Obama í fullri lengd: Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Sjá meira
Landsþing Demókrataflokksins stendur enn yfir í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hillary Clinton var valin forsetaefni flokksins á þriðjudag en í gær stigu stór nöfn innan flokksins á stokk. Barack Obama forseti Bandaríkjanna ávarpaði þingið og skaut hart að forsetaefni repúblikana, Donald Trump. Hann sagði meðal annars að sýn Trump á framtíð Bandaríkjanna væri ekki það land sem hann þekkti. „Kraftur okkar kemur ekki frá sjálfskipuðum bjargvætti sem lofar því að hann einn geti komið á röð og reglu, svo lengi sem við gerum hlutina eftir hans nefi,“ sagði Obama meðal annars. Þegar forsetinn minntist á Trump byrjuðu áhorfendur að púa og svaraði forsetinn um hæl: „Ekki púa, kjósið!“ Forsetinn skaut ekki einungis að Trump heldur lýsti hann formlega yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton sem forsetaefni demókrata. Hann sagði engan mann eða konu nokkurntíman hafa verið hæfari forsetaframbjóðanda. „Ekki ég, ekki Bill, enginn,“ sagði Obama. Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna og eiginmaður Hillary, stóð upp og fagnaði við þessi orð forsetans. Í lok ræðu Obama gekk Clinton inn á sviðið og fagnaði með forsetanum. Joe Biden, varaforseti flokksins ávarpaði þingið einnig og lagði áherslu á millistéttarfólk. Hann sagði Trump ekki vita neitt um millistéttina og titlaði sjálfan sig „Millistéttar Joe." Varaforsetaefni Clinton, öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, hélt einnig ræðu. Fundinum lýkur í kvöld og þá mun Hillary Clinton ávarpa þingið.Hér má sjá samantekt CNN frá fundi gærdagsins: Hér má sjá Clinton fagna með Obama: Hér er ræða Obama í fullri lengd:
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Sjá meira