Þorsteinn segir yfirlýsingu Höskuldar minna hann á neyðarlegt atvik í Alþingishúsinu Birgir Olgeirsson skrifar 27. júlí 2016 18:06 Höskuldur Þórhallsson og Þorsteinn Sæmundsson. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir yfirlýsingu flokksbróður síns, Höskuldar Þórhallssonar, um orð formanns flokksins minna hann á þegar Höskuldur steig óvænt fram á tröppum í Alþingishúsinu í vor og kynnti öllum að óvörum samkomulag ríkisstjórnarflokkanna. Þetta sagði Þorsteinn í síðdegisútvarpi Rásar 2 en Höskuldur ritaði í dag á Facebook að orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að ekki liggi á að halda þingkosningar í haust, séu til þess eins fallin að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem fram undan er í þinginu og setja þar allt í upplausn. „Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn,“skrifaði Höskuldur. Þorsteinn sagði í síðdegisútvarpi Rásar 2 að þessi skrif Höskuldar væru klaufaleg og sagðist ekki vita til þess að aðrir þingmenn Framsóknarflokksins séu honum sammála. Þorsteinn sagði klárt að kosið verði í haust að því gefnu að ákveðin mál ríkisstjórnarinnar verði kláruð, það sé skilningur hans, forsætisráðherrans Sigurðar Inga Jóhannssonar og formanns flokksins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Sigurður Ingi sagði við Ríkisútvarpið fyrr í dag að kosið verði í haust að því gefnu að málefni ríkisstjórnarinnar verði sett í öndvegi og þau kláruð. Sigurður Ingi sagði þau mál sem stjórnarflokkarnir vilji leggja áherslu á séu meðal annars afnám hafta á einstaklinga og fyrirtæki, húsnæðismál og samspil séreignasparnaðar og verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þar að auki liggi fyrir þrjár tillögur að breytingum á stjórnarskrá. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Kosið að því gefnu að málin klárist Forsætisráðherra vonar að þingið gangi vel. 27. júlí 2016 16:18 Bjarni Ben alveg grænn á toppi Strúts Ekkert hefur náðst í foringja ríkisstjórnarinnar vegna ummæla Sigmundar Davíðs. 27. júlí 2016 15:45 Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“ "Ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar "blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar,“ segir Höskuldur Þórhallsson. 6. apríl 2016 22:55 Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir yfirlýsingu flokksbróður síns, Höskuldar Þórhallssonar, um orð formanns flokksins minna hann á þegar Höskuldur steig óvænt fram á tröppum í Alþingishúsinu í vor og kynnti öllum að óvörum samkomulag ríkisstjórnarflokkanna. Þetta sagði Þorsteinn í síðdegisútvarpi Rásar 2 en Höskuldur ritaði í dag á Facebook að orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að ekki liggi á að halda þingkosningar í haust, séu til þess eins fallin að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem fram undan er í þinginu og setja þar allt í upplausn. „Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn,“skrifaði Höskuldur. Þorsteinn sagði í síðdegisútvarpi Rásar 2 að þessi skrif Höskuldar væru klaufaleg og sagðist ekki vita til þess að aðrir þingmenn Framsóknarflokksins séu honum sammála. Þorsteinn sagði klárt að kosið verði í haust að því gefnu að ákveðin mál ríkisstjórnarinnar verði kláruð, það sé skilningur hans, forsætisráðherrans Sigurðar Inga Jóhannssonar og formanns flokksins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Sigurður Ingi sagði við Ríkisútvarpið fyrr í dag að kosið verði í haust að því gefnu að málefni ríkisstjórnarinnar verði sett í öndvegi og þau kláruð. Sigurður Ingi sagði þau mál sem stjórnarflokkarnir vilji leggja áherslu á séu meðal annars afnám hafta á einstaklinga og fyrirtæki, húsnæðismál og samspil séreignasparnaðar og verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þar að auki liggi fyrir þrjár tillögur að breytingum á stjórnarskrá.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Kosið að því gefnu að málin klárist Forsætisráðherra vonar að þingið gangi vel. 27. júlí 2016 16:18 Bjarni Ben alveg grænn á toppi Strúts Ekkert hefur náðst í foringja ríkisstjórnarinnar vegna ummæla Sigmundar Davíðs. 27. júlí 2016 15:45 Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“ "Ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar "blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar,“ segir Höskuldur Þórhallsson. 6. apríl 2016 22:55 Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40
Bjarni Ben alveg grænn á toppi Strúts Ekkert hefur náðst í foringja ríkisstjórnarinnar vegna ummæla Sigmundar Davíðs. 27. júlí 2016 15:45
Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“ "Ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar "blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar,“ segir Höskuldur Þórhallsson. 6. apríl 2016 22:55
Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51