Bað Rússa um að „hakka“ Clinton Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2016 16:34 Donald Trump. Vísir/EPA Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hvatti í dag Rússa og aðra til þess að brjótast inn í tölvupóstakerfi Hillary Clinton. Þar gætu þeir mögulega tövupósta sem Alríkislögregla Bandaríkjanna fann ekki. Við rannsókn FBI á einkapóstþjóni Clinton lét hún rannsakendur hafa 30.490 pósta sem hún taldi vinnutengda. Hún sagðist hafa eytt 31.830 póstum sem hún sagði einkamál. FBI hélt því fram að einhverjir af tölvupóstunum sem hún skilaði ekki hefði innihaldið leyniskjöl. Sem er ólöglegt en Trump hefur nú stungið upp á því að yfirvöld í Rússlandi reyni að finna þá. „Rússland, ef þið eru að hlusta vona ég að þið getið fundið þá 30 þúsund tölvupósta sem er saknað. Ég held að fjölmiðlar okkar myndu launa ykkur greiðan,“ sagði Trump á blaðamannafundi. Embættismenn og öryggissérfræðingar hafa sagt að vísbendingar gefi í skyn að yfirvöld í Rússlandi séu á bak við leka tölvupósta Demókrataflokksins. Rússar hafa neitað ásökunum og segja þær fráleitar.VIDEO: Trump: "Russia, if you're listening, I hope you're able to find the 30,000 emails that are missing..." https://t.co/NEGclzLXtP— Bradd Jaffy (@BraddJaffy) July 27, 2016 Eftir blaðamannafundinn ítrekaði Trump hugmynd sína á Twitter.Samkvæmt CNN sagði Trump einnig á blaðamannafundinum að samband Bandaríkjanna og Rússlands myndi batna verulega yrði hann forseti. Hann sagði að Vladimir Putin, forseti Rússlands, myndi virða sig. Þá sagði hann að Putin bæri enga virðingu fyrir Barack Obama, núverandi forseta Bandaríkjanna, og að hann hefði einu sinni kallað hann negra. CNN segir þó að engin gögn séu til sem staðfesti sögu Trump.If Russia or any other country or person has Hillary Clinton's 33,000 illegally deleted emails, perhaps they should share them with the FBI!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hvatti í dag Rússa og aðra til þess að brjótast inn í tölvupóstakerfi Hillary Clinton. Þar gætu þeir mögulega tövupósta sem Alríkislögregla Bandaríkjanna fann ekki. Við rannsókn FBI á einkapóstþjóni Clinton lét hún rannsakendur hafa 30.490 pósta sem hún taldi vinnutengda. Hún sagðist hafa eytt 31.830 póstum sem hún sagði einkamál. FBI hélt því fram að einhverjir af tölvupóstunum sem hún skilaði ekki hefði innihaldið leyniskjöl. Sem er ólöglegt en Trump hefur nú stungið upp á því að yfirvöld í Rússlandi reyni að finna þá. „Rússland, ef þið eru að hlusta vona ég að þið getið fundið þá 30 þúsund tölvupósta sem er saknað. Ég held að fjölmiðlar okkar myndu launa ykkur greiðan,“ sagði Trump á blaðamannafundi. Embættismenn og öryggissérfræðingar hafa sagt að vísbendingar gefi í skyn að yfirvöld í Rússlandi séu á bak við leka tölvupósta Demókrataflokksins. Rússar hafa neitað ásökunum og segja þær fráleitar.VIDEO: Trump: "Russia, if you're listening, I hope you're able to find the 30,000 emails that are missing..." https://t.co/NEGclzLXtP— Bradd Jaffy (@BraddJaffy) July 27, 2016 Eftir blaðamannafundinn ítrekaði Trump hugmynd sína á Twitter.Samkvæmt CNN sagði Trump einnig á blaðamannafundinum að samband Bandaríkjanna og Rússlands myndi batna verulega yrði hann forseti. Hann sagði að Vladimir Putin, forseti Rússlands, myndi virða sig. Þá sagði hann að Putin bæri enga virðingu fyrir Barack Obama, núverandi forseta Bandaríkjanna, og að hann hefði einu sinni kallað hann negra. CNN segir þó að engin gögn séu til sem staðfesti sögu Trump.If Russia or any other country or person has Hillary Clinton's 33,000 illegally deleted emails, perhaps they should share them with the FBI!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira