Frumsýning: Ber skylda að gera aðeins snilld Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. júlí 2016 13:06 Saga og Snorri. Vísir/Sigurður Unnarsson Hann hefur nú aldrei verið þekktur fyrir að vera annað en fremur hófstilltur en á nýrri breiðskífu Snorra Helgasonar er eins og svífi jafnvel stærri skammtur af æðruleysi en áður. Platan sem er sú fyrsta sem hann syngur í heild á íslensku, kom út stafrænt og á geisladisk um miðjan mánuðinn en sér í dag útgáfu á vínýl. Að því tilefni gaf Snorri út nýtt myndband í dag eftir Sigurð Unnar Birgisson leikstjóra við titillag plötunnar Vittu til. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en í því fylgjumst við með Snorra í vinnunni. Hvort sem það er í bíl á leiðinni til Egilsstaða, að klæða sig upp á hótelherberginu áður en hann rýkur út á næstu tónleika eða bara í stund á milli stríða að fá sér einn svellkaldan... ís í Perlunni. „Hann kom með okkur þegar við vorum að spila á Drangsnesi. Þetta er smá ferðavídjó,“ segir Snorri. „Ég man að ég samdi þetta lag þegar við vorum á Aldrei fór ég suður tónlistarhátíðinni. Valgeir Guðjónsson var að spila um kvöldið og ég og Saga sátum og vorum að hlusta á plöturnar sem hann gaf út í kringum árið 1977. Það er Sturla með Spilverkinu, Á bleikum náttkjólum sem þeir gerðu svo með Megasi og svo barnaplötuna Hrekkjusvín. Sú heilaga þrenning.“Ástaróður til frelsisins og ástarinnar Snorri hefur greinilega miklar mætur á þessum plötum því í kjölfarið öðlaðist hann einhvers konar lífssýn sem hann svo tileinkaði sér og samdi texta lagsins Vittu til um. „Ég fékk þá hugmynd að mér ber skylda til þess að gera bara snilld. Af því að ég kemst upp með það. Það er svo margir sem hafa ekki eins frjálsar hendur og ég. Ég á ekki neitt, ekki einu sinni bíl, og er bara að gera það sem ég elska. Einhvern veginn hefur mér tekist að komast upp með það í tíu ár. Þess vegna finnst mér það vera skylda mín að gera bara eitthvað skemmtilegt og gefa af mér í leiðinni.“ Snorri segir lagið því vera einskonar ástaróð til frelsisins og ástarinnar sjálfrar en hann og leikkonan Saga Garðarsdóttir hafa verið par um skeið. Hún sést til dæmis á afar sætu augnabliki í myndbandinu. Hljómsveitin Snorri Helgason kemur næst fram á Innipúkanum um Verslunarmannahelgina. Aldrei fór ég suður Tónlist Tengdar fréttir Athyglin er á grasrótinni á Innipúkanum Útilega er ekki pakki sem hentar öllum og þess vegna eru það sífellt fleiri sem kjósa að njóta dagskrárinnar um Verslunarmannahelgina innandyra þar sem pollabuxur og lopapeysa er valfrjáls útbúnaður og Innipúkinn fer ört stækkandi. 8. júní 2016 09:45 Snorri Helga leyfir öllum að fylgjast með sjálfsstyrkingarnámskeiði Lag Snorra Helgasonar, Einsemd, hefur notið talsverðra vinsælda að undanförnu. 8. júní 2016 10:30 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hann hefur nú aldrei verið þekktur fyrir að vera annað en fremur hófstilltur en á nýrri breiðskífu Snorra Helgasonar er eins og svífi jafnvel stærri skammtur af æðruleysi en áður. Platan sem er sú fyrsta sem hann syngur í heild á íslensku, kom út stafrænt og á geisladisk um miðjan mánuðinn en sér í dag útgáfu á vínýl. Að því tilefni gaf Snorri út nýtt myndband í dag eftir Sigurð Unnar Birgisson leikstjóra við titillag plötunnar Vittu til. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en í því fylgjumst við með Snorra í vinnunni. Hvort sem það er í bíl á leiðinni til Egilsstaða, að klæða sig upp á hótelherberginu áður en hann rýkur út á næstu tónleika eða bara í stund á milli stríða að fá sér einn svellkaldan... ís í Perlunni. „Hann kom með okkur þegar við vorum að spila á Drangsnesi. Þetta er smá ferðavídjó,“ segir Snorri. „Ég man að ég samdi þetta lag þegar við vorum á Aldrei fór ég suður tónlistarhátíðinni. Valgeir Guðjónsson var að spila um kvöldið og ég og Saga sátum og vorum að hlusta á plöturnar sem hann gaf út í kringum árið 1977. Það er Sturla með Spilverkinu, Á bleikum náttkjólum sem þeir gerðu svo með Megasi og svo barnaplötuna Hrekkjusvín. Sú heilaga þrenning.“Ástaróður til frelsisins og ástarinnar Snorri hefur greinilega miklar mætur á þessum plötum því í kjölfarið öðlaðist hann einhvers konar lífssýn sem hann svo tileinkaði sér og samdi texta lagsins Vittu til um. „Ég fékk þá hugmynd að mér ber skylda til þess að gera bara snilld. Af því að ég kemst upp með það. Það er svo margir sem hafa ekki eins frjálsar hendur og ég. Ég á ekki neitt, ekki einu sinni bíl, og er bara að gera það sem ég elska. Einhvern veginn hefur mér tekist að komast upp með það í tíu ár. Þess vegna finnst mér það vera skylda mín að gera bara eitthvað skemmtilegt og gefa af mér í leiðinni.“ Snorri segir lagið því vera einskonar ástaróð til frelsisins og ástarinnar sjálfrar en hann og leikkonan Saga Garðarsdóttir hafa verið par um skeið. Hún sést til dæmis á afar sætu augnabliki í myndbandinu. Hljómsveitin Snorri Helgason kemur næst fram á Innipúkanum um Verslunarmannahelgina.
Aldrei fór ég suður Tónlist Tengdar fréttir Athyglin er á grasrótinni á Innipúkanum Útilega er ekki pakki sem hentar öllum og þess vegna eru það sífellt fleiri sem kjósa að njóta dagskrárinnar um Verslunarmannahelgina innandyra þar sem pollabuxur og lopapeysa er valfrjáls útbúnaður og Innipúkinn fer ört stækkandi. 8. júní 2016 09:45 Snorri Helga leyfir öllum að fylgjast með sjálfsstyrkingarnámskeiði Lag Snorra Helgasonar, Einsemd, hefur notið talsverðra vinsælda að undanförnu. 8. júní 2016 10:30 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Athyglin er á grasrótinni á Innipúkanum Útilega er ekki pakki sem hentar öllum og þess vegna eru það sífellt fleiri sem kjósa að njóta dagskrárinnar um Verslunarmannahelgina innandyra þar sem pollabuxur og lopapeysa er valfrjáls útbúnaður og Innipúkinn fer ört stækkandi. 8. júní 2016 09:45
Snorri Helga leyfir öllum að fylgjast með sjálfsstyrkingarnámskeiði Lag Snorra Helgasonar, Einsemd, hefur notið talsverðra vinsælda að undanförnu. 8. júní 2016 10:30
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp