Taylor hefur risið til vinsælda á seinasta árinu en hún hefur meðal annars setið fyrir hjá Versus Versace, Miu Miu og tók þátt í Victoria's Secret tískusýningunni á seinasta ári. Hún er aðeins 20 ára gömul.
Topshop ræður yfirleitt til sín fyrirsætur á hraðri uppleið fyrir haustherferðir sínar og því var Taylor augljóst vel fyrir haustið 2016. Myndirnar voru teknar af ljósmyndaranum Giampaolo Sgura í New York og komu vægast sagt vel út.
