Erlent

Minnst 50 látnir í sprengjuárás ISIS í Sýrlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Skemmdirnar eru miklar eftir sprengingarnar.
Skemmdirnar eru miklar eftir sprengingarnar. Vísir/AFP
Minnst 50 eru látnir eftir sprengjuárás Íslamska ríkisins í Qamishli í Sýrlandi. Borgin er í norðurhluta landsins og er í höndum Kúrda. Líklegt þykir að tala látinna muni hækka. Um er að ræða tvær sprengingar á sama stað með nokkurra mínútna millibili.

Fyrst var flutningabíll sprengdur í loft upp og nokkrum mínútum síðar var mótorhjól hlaðið sprengiefnum sprengt á sama stað.

Samkvæmt Al-Jazeera var skotmark árásarinnar höfuðstöðvar lögreglu Kúrda í borginni og nærliggjandi opinber bygging.

Styrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í á sjötta ár. Syrian Observatory for Human Rights áætla að um 280 þúsund manns hafi látið lífið á þeim tíma.

Um 4,8 milljónir manna hafa flúið Sýrlandi, en þar að auki er talið að rúmlega 6,5 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín innan Sýrlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×