Jason Lee, sem er 27 ára gamall, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni en hann hefur búið í Ríó undanfarna tíu mánuði. Hann tekur ekki þátt í Ólympíuleikunum sjálfum þar sem brasilískt jiu-jitsu er ekki ólympíugrein.
„Hvað gerðuð þið í gær? Mér var rænt. Áfram Ólympíuleikarnir,“ segir Lee á Twitter en fram kemur á vef BBC að tveir menn í lögreglubúning hafi tekið hann með valdi og neytt hann til að taka út pening úr tveimur hraðbönkum.
Lee varð ekki meint af þar sem hann gerði það sem glæpamennirnir báðu hann um.
Glæpatíðni í Brasilíu og þá sérstaklega Ríó er mikið vandamál en yfirvöld þar í landi hafa unnið mikið í þessum málum, bæði í tengslum við HM 2014 í fótbolta og svo auðvitað Ólympíuleikana sem hefjast 5. ágúst.
What did you guys get up to yesterday?
— Jason Lee (@jasonleejitsu) July 24, 2016
I got kidnapped. Go Olympics!#Rio2016