Varnarvísitala lágtekjufólks Ögmundur Jónasson skrifar 25. júlí 2016 07:00 Tillaga: Samið verði um vísitölubundið launabil. Fjármálaráðuneytið eða stofnanir sem undir það heyra semji á þann veg í kjarasamningum að lægstu föstu launagreiðslur verði aldrei lægri en þriðjungur af hæstu föstu launagreiðslum. Krafan um hækkun lægstu launa er virðingarverð og ber að styðja af alefli. Viðleitni okkar á hins vegar ekki einvörðungu að snúa að lægstu töxtum heldur að því að gera launakerfið í heild sinni réttlátara með því að tryggja að lægstu laun fylgi að lágmarki þróun hæstu launa. Ákjósanlegast væri að launabilið yrði talsvert minna en nemur þreföldum mun en með þessari launastefnu yrði engu að síður dregið úr kjaramisréttinu. Í stað þess að beðið sé eftir því að gengið hafi verið frá samningum láglaunamannsins svo smyrja megi á kjör hátekjufólksins, þá yrði nú byggð inn í kerfið eins konar varnarvísitala fyrir lægstu launin. Annar kostur og betri væri að ákveða fyrst kjör hinn hæstu og ganga að því búnu frá almennum kjarasamningum. Ella kæmi til kasta varnarvísitölunnar. Þegar vísað er til fastra greiðslna er ekki einvörðungu átt við sjálfan launataxtann heldur einnig aðrar fastar greiðslur, þ.e. hvers kyns álag og fríðindi sem flokka má til ávinnings. Sveitarfélögin verði hvött til þess að fylgja einnig þessari stefnu. Enda þótt launabilið hjá hinu opinbera sé óásættanlega mikið, þá er ranglætið hjóm eitt miðað við almenna markaðinn þar sem sjálftökumenn skammta sér í mánaðartekjur jafnvel margföld árslaun verkafólks. Með löggjöf verður þetta ekki lagað en fordæmi almannaþjónustunnar gæti orðið siðferðilegur vegvísir. Þá má ætla að samningamenn reyndu að koma ákvæðum um varnarvísitölu lágtekjufólks inn í kjarasamninga á almenna markaðnum. Viðmiðið gæti verið meðaltalslaun stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Án öryggistappa af þessu tagi yrði víðtækt handjárnað samflot á launamarkaði alltaf á forsendum hátekjufólksins. Enda mikill ákafi þar á bæ að koma slíku fyrirkomulagi á. Síðan kæmu hátekjuskattar til sögunnar til að draga úr grófasta misréttinu sem út af stæði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Tillaga: Samið verði um vísitölubundið launabil. Fjármálaráðuneytið eða stofnanir sem undir það heyra semji á þann veg í kjarasamningum að lægstu föstu launagreiðslur verði aldrei lægri en þriðjungur af hæstu föstu launagreiðslum. Krafan um hækkun lægstu launa er virðingarverð og ber að styðja af alefli. Viðleitni okkar á hins vegar ekki einvörðungu að snúa að lægstu töxtum heldur að því að gera launakerfið í heild sinni réttlátara með því að tryggja að lægstu laun fylgi að lágmarki þróun hæstu launa. Ákjósanlegast væri að launabilið yrði talsvert minna en nemur þreföldum mun en með þessari launastefnu yrði engu að síður dregið úr kjaramisréttinu. Í stað þess að beðið sé eftir því að gengið hafi verið frá samningum láglaunamannsins svo smyrja megi á kjör hátekjufólksins, þá yrði nú byggð inn í kerfið eins konar varnarvísitala fyrir lægstu launin. Annar kostur og betri væri að ákveða fyrst kjör hinn hæstu og ganga að því búnu frá almennum kjarasamningum. Ella kæmi til kasta varnarvísitölunnar. Þegar vísað er til fastra greiðslna er ekki einvörðungu átt við sjálfan launataxtann heldur einnig aðrar fastar greiðslur, þ.e. hvers kyns álag og fríðindi sem flokka má til ávinnings. Sveitarfélögin verði hvött til þess að fylgja einnig þessari stefnu. Enda þótt launabilið hjá hinu opinbera sé óásættanlega mikið, þá er ranglætið hjóm eitt miðað við almenna markaðinn þar sem sjálftökumenn skammta sér í mánaðartekjur jafnvel margföld árslaun verkafólks. Með löggjöf verður þetta ekki lagað en fordæmi almannaþjónustunnar gæti orðið siðferðilegur vegvísir. Þá má ætla að samningamenn reyndu að koma ákvæðum um varnarvísitölu lágtekjufólks inn í kjarasamninga á almenna markaðnum. Viðmiðið gæti verið meðaltalslaun stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Án öryggistappa af þessu tagi yrði víðtækt handjárnað samflot á launamarkaði alltaf á forsendum hátekjufólksins. Enda mikill ákafi þar á bæ að koma slíku fyrirkomulagi á. Síðan kæmu hátekjuskattar til sögunnar til að draga úr grófasta misréttinu sem út af stæði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar