Svartfellingar byrjuðu leikinn betur og höfði lengi vel þægilegt forskot en íslensku strákarnir gáfust aldrei upp og náði að koma sér aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum.
Þegar örfáar sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma var staðan 71-68 fyrir Svartfellinga. Þá gerði Kristinn Pálsson sér lítið fyrir og setti niður þriggja stiga skot og tryggði liðinu framlengingu.
Í henni voru Íslendingarnir sprækir og gáfu ekkert eftir. Þegar sjö sekúndur voru eftir af framlengingunni, í stöðunni 78-76, fékk íslenska liðið tækifæri til að jafna metin eða gera út úm leikinn en allt kom fyrir ekki og Svartfellingar stóðu uppi sem sigurvegarar.
Íslenska liðið sló heimamenn í Grikklandi út í gærkvöldi eftir magnaðan leik.
Jón Axel Guðmundsson var frábær í liði Íslands og skoraði 23 stig. Pétur Rúnar Birgisson var með 17 stig og Kári Jónsson 14 stig í kvöld.
Hér má sjá tölfræðiupplýsingar um leikinn.