Rosenborg valtaði yfir Haugesund, 6-0, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Rosenborg í leiknum en liðið er sem fyrr á toppi deildarinnar.
Christian Gytkjaer gerði fyrsta mark leiksins eftir um stundarfjórðung og var staðan 1-0 í hálfleik.
Alexander Stoelaas varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark í upphafi síðari hálfleiksins og þá var komið að Matthíasi sem skoraði næstu tvö mörk leiksins og það á sjö mínútna kafla. Mushaga Bakenga bætti síðan við tveimur mörkum undir lokin og niðurstaðan 6-0 sigur. Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn í liði Rosenborg en Hólmar Örn Eyjólfsson var allan tímann á bekknum.
Rosenborg í efsta sæti deildarinnar með 40 stig og Haugesund í því fimmta með 28 stig.
Matthías skoraði tvö þegar Rosenborg valtaði yfir Haugesund
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn




Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn
