Íslenska liðið var frábært í leiknum og höfðu þeir forystu stóran hluta af honum. Þeir brotnuðu aldrei þrátt fyrir að Grikkir hafi oft á tíðum pressa þá stíft. Kári Jónsson fór gjörsamlega á kostum í leiknum og skoraði hann 29 stig.
Þegar tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 70-67 og fengu Grikkir tækifæri til að jafna metin. Þeir köstuðu boltanum frá sér og íslensku strákarnir gjörsamlega ærðust úr gleði.
Ísland mætir Svartfjallalandi í úrslitaleiknum á morgun og heldur ævintýri liðsins áfram í Grikklandi. Íslenska liðið er núna búið að tryggja sig inn í A-deildina.
Til að skoða tölfræði úr leiknum þarf að smella hér.
