Ætlar að binda endi á glæpi í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2016 23:28 Vísir/EPA Donald Trump mun í nótt taka opinberlega við tilnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni þeirra í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hann ætlar að flytja í nótt, mun hann heita því að koma röð og reglu á Bandaríkin, stöðva glæpi og skapa störf. Fjölmiðlar ytra hafa komist yfir samantekt úr ræðu Trump, sem hann mun flytja á síðasta degi flokksþings Repúblikana í Cleveland í Ohio. Fundurinn hófst um klukkan hálf tólf en hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér að neðan.Þá er einnig hægt að fylgjast með umfjöllun BBC um fundinn. Í ræðu sinni mun Trump fjalla um skotárásir í Bandaríkjunum eins og þegar sex lögregluþjónar voru skotnir til bana í Dallas í byrjun mánaðarins. Þó mun hann ekki fara djúpt í málefnið. „Ég er með skilaboð til ykkar allra. Glæpirnir og ofbeldi sem hrjáir þjóð okkar í dag mun enda á næstunni.“ Þá mun Trump ræða um Hillary Clinton og segja að Bandaríkin séu óöruggari eftir að hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ræða hans mun að miklu leyti leggja línurnar fyrir kosningabaráttu hans næstu mánuði. Trump mun halda ræðu sína undir lok kvöldsins í Ohio.Trump olli miklu fjaðrafoki í dag þegar hann sagði að yrði hann kjörinn forseti væri mögulegt að hann myndi ekki standa við skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart NATO. Hann myndi ekki endilega koma Eystrasaltslöndunum til varnar ef Rússar myndi gera innrás þar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ræðuhöfundur Trump biðst afsökunar Hún segist hafa boðist til að hætta í starfi sínu, en því hafi verið hafnað. 20. júlí 2016 17:27 Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Donald Trump hefur lagt undir sig bandaríska Repúblikanaflokkinn. Flestir áhrifamenn í flokknum fylkja sér að baki honum, mishikandi þó. Fulltrúar á landsþingi flokksins eru komnir saman til að útnefna Trump sem forsetaefni repúblikana í ko 20. júlí 2016 07:00 Cruz stendur á sínu "Ég hef ekki vanið mig á að styðja fólk sem ræðst gegn konu minni og föður.“ 21. júlí 2016 19:45 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Donald Trump mun í nótt taka opinberlega við tilnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni þeirra í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hann ætlar að flytja í nótt, mun hann heita því að koma röð og reglu á Bandaríkin, stöðva glæpi og skapa störf. Fjölmiðlar ytra hafa komist yfir samantekt úr ræðu Trump, sem hann mun flytja á síðasta degi flokksþings Repúblikana í Cleveland í Ohio. Fundurinn hófst um klukkan hálf tólf en hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér að neðan.Þá er einnig hægt að fylgjast með umfjöllun BBC um fundinn. Í ræðu sinni mun Trump fjalla um skotárásir í Bandaríkjunum eins og þegar sex lögregluþjónar voru skotnir til bana í Dallas í byrjun mánaðarins. Þó mun hann ekki fara djúpt í málefnið. „Ég er með skilaboð til ykkar allra. Glæpirnir og ofbeldi sem hrjáir þjóð okkar í dag mun enda á næstunni.“ Þá mun Trump ræða um Hillary Clinton og segja að Bandaríkin séu óöruggari eftir að hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ræða hans mun að miklu leyti leggja línurnar fyrir kosningabaráttu hans næstu mánuði. Trump mun halda ræðu sína undir lok kvöldsins í Ohio.Trump olli miklu fjaðrafoki í dag þegar hann sagði að yrði hann kjörinn forseti væri mögulegt að hann myndi ekki standa við skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart NATO. Hann myndi ekki endilega koma Eystrasaltslöndunum til varnar ef Rússar myndi gera innrás þar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ræðuhöfundur Trump biðst afsökunar Hún segist hafa boðist til að hætta í starfi sínu, en því hafi verið hafnað. 20. júlí 2016 17:27 Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Donald Trump hefur lagt undir sig bandaríska Repúblikanaflokkinn. Flestir áhrifamenn í flokknum fylkja sér að baki honum, mishikandi þó. Fulltrúar á landsþingi flokksins eru komnir saman til að útnefna Trump sem forsetaefni repúblikana í ko 20. júlí 2016 07:00 Cruz stendur á sínu "Ég hef ekki vanið mig á að styðja fólk sem ræðst gegn konu minni og föður.“ 21. júlí 2016 19:45 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Ræðuhöfundur Trump biðst afsökunar Hún segist hafa boðist til að hætta í starfi sínu, en því hafi verið hafnað. 20. júlí 2016 17:27
Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Donald Trump hefur lagt undir sig bandaríska Repúblikanaflokkinn. Flestir áhrifamenn í flokknum fylkja sér að baki honum, mishikandi þó. Fulltrúar á landsþingi flokksins eru komnir saman til að útnefna Trump sem forsetaefni repúblikana í ko 20. júlí 2016 07:00
Cruz stendur á sínu "Ég hef ekki vanið mig á að styðja fólk sem ræðst gegn konu minni og föður.“ 21. júlí 2016 19:45