Íslenski boltinn

Enskir dómarar bæði með flautuna og flaggið á Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ben Toner.
Ben Toner. Vísir/Getty
Tveir Englendingar verða bæði með flautuna og flaggið á næstunni í íslenska fótboltanum en Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessum gestadómurum á heimasíðu sinni í dag.

Á landinu eru nefnilega staddir enskir dómarar sem munu dæma leiki í Pepsi-deildinni og Inkasso-deildinni í næstu umferðum. Íslenskir dómarar fara reglulega og dæma leiki í erlendum deildum og fáum við að sama skapi góða gesti sem dæma hér á Íslandi.

Dómarnir heita Brett Huxtable og Ben Toner en þeir munu dæma leiki í Inkasso-deildinni og vera síðan á línunni í leikjum í Pepsi-deild karla.

Brett Huxtable fékk „stöðuhækkun" innan ensku dómarastéttarinnar í sumar og mun dæma í C- og D-deildinni á komandi leiktíð. Hann er aðeins 31 árs gamall og er á hraðri uppleið innan enska dómarahópsins.

Ben Toner hefur dæmt í ensku C- og D-deildununum undanfarin tvö tímabil og hefur því verið framar í goggunarröðinni en Brett Huxtable.

Dómararnir munu dæma neðangreinda leiki:

21. júlí: Keflavík - HK í Inkasso. Dómarinn er: Brett Huxtable. Með honum í för er Ben Toner og verður hann varadómari leiksins.

22. júlí: Þór - Leiknir í Inkasso. Dómarinn er: Ben Toner. Með honum í för er Brett Huxtable og verður hann varadómari leiksins.

24. júlí, ÍA - ÍBV í Pepsi. Ben Toner verður aðstoðardómari.

24. júlí, Víkingur Ó. - Breiðablik í Pepsi. Brett Huxtable verður aðstoðardómari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×