Strákarnir unnu Pólverja og tryggðu sér sigur í riðlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2016 17:37 Íslenska 20 ára liðið. Mynd/FIBAEurope Íslenska tuttugu ára liðið í körfubolta heldur áfram að gera það gott á EM í Grikklandi en strákarnir unnu 62-60 sigur á Pólverjum í kvöld. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð en áður hafði liðið unnið Rússa og Eista. Íslensku strákarnir tryggðu sér efsta sætið í sínum riðli og sæti í átta liða úrslitunum með þessum sigri. Íslenska liðið mætir Georgíu í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur en þá eru strákarnir aðeins tveimur sigurleikjum frá úrslitaleiknum. Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var með 16 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Póllandi og Haukamaðurinn Kári Jónsson bætti við 13 stigum og 5 stoðsendingum. Miðherjinn að norðan, Tryggvi Hlinason var með 9 stig og 7 fráköst og Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson skoraði 8 stig og tók 10 fráköst. Finnur Freyr Stefánsson og strákarnir hans töpuðu fyrsta leiknum sínum en hafa síðan haft betur í þremur miklum spennuleikjum. Þar hafa þeir ekki aðeins sýnt að þeir eru góðir í körfubolta heldur einnig að þeir eru með sterkar taugar á úrslitastundu. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel, komst í 8-4, 13-6 og var síðan 13-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Pólverjar jöfnuðu metin í öðrum leikhluta en Viðar Ágústsson sá til þess að Ísland var yfir í hálfleik, 30-29, með því að setja niður þriggja stiga körfu. Íslenska liðið náði mest sex stiga forskoti í þriðja leikhlutanum en Pólverjar átti góðan endakafla í honum og leiddu, 45-44, fyrir lokaleikhlutann. Íslensku strákarnir skoruðu fjögur fyrstu stig fjórða leikhlutans og voru síðan skrefinu á undan næstu mínúturnar. Lokamínúturnar voru hinsvegar æsispennandi þar sem liði skiptust á því að taka forystuna. Pólverjar voru 59-58 yfir þegar 40 sekúndur voru eftir en tveggja stiga karfa frá Jóni Axel og tvö vítaskot frá Hjálmari Stefánssyni komu íslenska liðinu í 62-59. Pólverjar minnkuðu muninn í tvö stig með því að setja niður eitt víti þegar fimm sekúndur voru eftir og reyndu síðan að klikka á hinu. Hjálmar Stefánsson náði hinsvegar varnarfrákastinu og sigurinn var Íslands. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Íslenska tuttugu ára liðið í körfubolta heldur áfram að gera það gott á EM í Grikklandi en strákarnir unnu 62-60 sigur á Pólverjum í kvöld. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð en áður hafði liðið unnið Rússa og Eista. Íslensku strákarnir tryggðu sér efsta sætið í sínum riðli og sæti í átta liða úrslitunum með þessum sigri. Íslenska liðið mætir Georgíu í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur en þá eru strákarnir aðeins tveimur sigurleikjum frá úrslitaleiknum. Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var með 16 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Póllandi og Haukamaðurinn Kári Jónsson bætti við 13 stigum og 5 stoðsendingum. Miðherjinn að norðan, Tryggvi Hlinason var með 9 stig og 7 fráköst og Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson skoraði 8 stig og tók 10 fráköst. Finnur Freyr Stefánsson og strákarnir hans töpuðu fyrsta leiknum sínum en hafa síðan haft betur í þremur miklum spennuleikjum. Þar hafa þeir ekki aðeins sýnt að þeir eru góðir í körfubolta heldur einnig að þeir eru með sterkar taugar á úrslitastundu. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel, komst í 8-4, 13-6 og var síðan 13-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Pólverjar jöfnuðu metin í öðrum leikhluta en Viðar Ágústsson sá til þess að Ísland var yfir í hálfleik, 30-29, með því að setja niður þriggja stiga körfu. Íslenska liðið náði mest sex stiga forskoti í þriðja leikhlutanum en Pólverjar átti góðan endakafla í honum og leiddu, 45-44, fyrir lokaleikhlutann. Íslensku strákarnir skoruðu fjögur fyrstu stig fjórða leikhlutans og voru síðan skrefinu á undan næstu mínúturnar. Lokamínúturnar voru hinsvegar æsispennandi þar sem liði skiptust á því að taka forystuna. Pólverjar voru 59-58 yfir þegar 40 sekúndur voru eftir en tveggja stiga karfa frá Jóni Axel og tvö vítaskot frá Hjálmari Stefánssyni komu íslenska liðinu í 62-59. Pólverjar minnkuðu muninn í tvö stig með því að setja niður eitt víti þegar fimm sekúndur voru eftir og reyndu síðan að klikka á hinu. Hjálmar Stefánsson náði hinsvegar varnarfrákastinu og sigurinn var Íslands.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira