Davíð Þór: Markið hjá Lennon var mjög mikilvægt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2016 14:30 Davíð Þór tæklar leikmann Dundalk í fyrri leiknum í Írlandi. vísir/ryan byrne „Þetta er mjög gott lið. Þeir eru líkamlega sterkir en reyna samt að spila boltanum með jörðinni og láta hann ganga,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, um andstæðing kvöldsins, Dundalk frá Írlandi, í samtali við Vísi.Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 en Steven Lennon skoraði útivallarmarkið sem gæti reynst FH svo dýrmætt.Sjá einnig: Heimir: Þurfum að taka frumkvæðið í leiknum Hafnfirðingum dugir því markalaust jafntefli í leiknum í kvöld til að komast áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. En breytir það uppleggi FH-inga á einhvern hátt? „Já, það breytir því að einhverju leyti. Hefðum við tapað leiknum hefðum við kannski verið tilneyddir til að koma framar á völlinn,“ sagði Davíð. „Okkur hefur liðið ágætlega þegar við getum legið aðeins til baka í Evrópuleikjum og sótt hratt og refsað liðum þannig. Auðvitað var þetta mark sem Lennon skoraði mjög mikilvægt.“ FH-ingar eru með á öllum vígstöðvum, í efsta sæti Pepsi-deildarinnar, komnir í undanúrslit í Borgunarbikarnum og slái þeir Dundalk út bíða þeirra a.m.k. fjórir Evrópuleikir til viðbótar.Sjá einnig: Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Álagið er því talsvert en Davíð segir að þetta sé það sem leikmenn vilji, æfa minna og spila meira. „Ég held að flestir knattspyrnumenn séu sammála um að það er mun skemmtilegra að spila leiki en að vera á æfingasvæðinu. Þetta er akkúrat það sem við viljum og við ætlum að gera allt sem við getum til að fá fjóra Evrópuleiki í viðbót,“ sagði Davíð.Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir FH ætlar að styrkja sig í glugganum Íslandsmeistarar FH ætla að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. 19. júlí 2016 14:15 Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
„Þetta er mjög gott lið. Þeir eru líkamlega sterkir en reyna samt að spila boltanum með jörðinni og láta hann ganga,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, um andstæðing kvöldsins, Dundalk frá Írlandi, í samtali við Vísi.Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 en Steven Lennon skoraði útivallarmarkið sem gæti reynst FH svo dýrmætt.Sjá einnig: Heimir: Þurfum að taka frumkvæðið í leiknum Hafnfirðingum dugir því markalaust jafntefli í leiknum í kvöld til að komast áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. En breytir það uppleggi FH-inga á einhvern hátt? „Já, það breytir því að einhverju leyti. Hefðum við tapað leiknum hefðum við kannski verið tilneyddir til að koma framar á völlinn,“ sagði Davíð. „Okkur hefur liðið ágætlega þegar við getum legið aðeins til baka í Evrópuleikjum og sótt hratt og refsað liðum þannig. Auðvitað var þetta mark sem Lennon skoraði mjög mikilvægt.“ FH-ingar eru með á öllum vígstöðvum, í efsta sæti Pepsi-deildarinnar, komnir í undanúrslit í Borgunarbikarnum og slái þeir Dundalk út bíða þeirra a.m.k. fjórir Evrópuleikir til viðbótar.Sjá einnig: Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Álagið er því talsvert en Davíð segir að þetta sé það sem leikmenn vilji, æfa minna og spila meira. „Ég held að flestir knattspyrnumenn séu sammála um að það er mun skemmtilegra að spila leiki en að vera á æfingasvæðinu. Þetta er akkúrat það sem við viljum og við ætlum að gera allt sem við getum til að fá fjóra Evrópuleiki í viðbót,“ sagði Davíð.Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir FH ætlar að styrkja sig í glugganum Íslandsmeistarar FH ætla að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. 19. júlí 2016 14:15 Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
FH ætlar að styrkja sig í glugganum Íslandsmeistarar FH ætla að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. 19. júlí 2016 14:15
Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48