Davíð Þór: Markið hjá Lennon var mjög mikilvægt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2016 14:30 Davíð Þór tæklar leikmann Dundalk í fyrri leiknum í Írlandi. vísir/ryan byrne „Þetta er mjög gott lið. Þeir eru líkamlega sterkir en reyna samt að spila boltanum með jörðinni og láta hann ganga,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, um andstæðing kvöldsins, Dundalk frá Írlandi, í samtali við Vísi.Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 en Steven Lennon skoraði útivallarmarkið sem gæti reynst FH svo dýrmætt.Sjá einnig: Heimir: Þurfum að taka frumkvæðið í leiknum Hafnfirðingum dugir því markalaust jafntefli í leiknum í kvöld til að komast áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. En breytir það uppleggi FH-inga á einhvern hátt? „Já, það breytir því að einhverju leyti. Hefðum við tapað leiknum hefðum við kannski verið tilneyddir til að koma framar á völlinn,“ sagði Davíð. „Okkur hefur liðið ágætlega þegar við getum legið aðeins til baka í Evrópuleikjum og sótt hratt og refsað liðum þannig. Auðvitað var þetta mark sem Lennon skoraði mjög mikilvægt.“ FH-ingar eru með á öllum vígstöðvum, í efsta sæti Pepsi-deildarinnar, komnir í undanúrslit í Borgunarbikarnum og slái þeir Dundalk út bíða þeirra a.m.k. fjórir Evrópuleikir til viðbótar.Sjá einnig: Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Álagið er því talsvert en Davíð segir að þetta sé það sem leikmenn vilji, æfa minna og spila meira. „Ég held að flestir knattspyrnumenn séu sammála um að það er mun skemmtilegra að spila leiki en að vera á æfingasvæðinu. Þetta er akkúrat það sem við viljum og við ætlum að gera allt sem við getum til að fá fjóra Evrópuleiki í viðbót,“ sagði Davíð.Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir FH ætlar að styrkja sig í glugganum Íslandsmeistarar FH ætla að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. 19. júlí 2016 14:15 Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira
„Þetta er mjög gott lið. Þeir eru líkamlega sterkir en reyna samt að spila boltanum með jörðinni og láta hann ganga,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, um andstæðing kvöldsins, Dundalk frá Írlandi, í samtali við Vísi.Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 en Steven Lennon skoraði útivallarmarkið sem gæti reynst FH svo dýrmætt.Sjá einnig: Heimir: Þurfum að taka frumkvæðið í leiknum Hafnfirðingum dugir því markalaust jafntefli í leiknum í kvöld til að komast áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. En breytir það uppleggi FH-inga á einhvern hátt? „Já, það breytir því að einhverju leyti. Hefðum við tapað leiknum hefðum við kannski verið tilneyddir til að koma framar á völlinn,“ sagði Davíð. „Okkur hefur liðið ágætlega þegar við getum legið aðeins til baka í Evrópuleikjum og sótt hratt og refsað liðum þannig. Auðvitað var þetta mark sem Lennon skoraði mjög mikilvægt.“ FH-ingar eru með á öllum vígstöðvum, í efsta sæti Pepsi-deildarinnar, komnir í undanúrslit í Borgunarbikarnum og slái þeir Dundalk út bíða þeirra a.m.k. fjórir Evrópuleikir til viðbótar.Sjá einnig: Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Álagið er því talsvert en Davíð segir að þetta sé það sem leikmenn vilji, æfa minna og spila meira. „Ég held að flestir knattspyrnumenn séu sammála um að það er mun skemmtilegra að spila leiki en að vera á æfingasvæðinu. Þetta er akkúrat það sem við viljum og við ætlum að gera allt sem við getum til að fá fjóra Evrópuleiki í viðbót,“ sagði Davíð.Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir FH ætlar að styrkja sig í glugganum Íslandsmeistarar FH ætla að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. 19. júlí 2016 14:15 Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira
FH ætlar að styrkja sig í glugganum Íslandsmeistarar FH ætla að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. 19. júlí 2016 14:15
Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48