Lagerbäck: Leikmenn vilja ekki heyra þegar þeir eru ófaglegir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júlí 2016 13:00 Lagerbäck á blaðamannafundi í Annecy í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, segir að hann hafi notað fjölmiðla til að koma ákveðnum skilaboðum inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins. Þetta segir hann í samtali við Vísi. Nærtækasta dæmið er þegar hann sagði frá því á blaðamannafundi í Annecy, á meðan EM í Frakklandi stóð, að leikmenn hefðu komið of seint í kvöldmat skömmu eftir sigurinn á Englandi í 16-liða úrslitum. „Besta leiðin til að fá leikmenn á tærnar er að segja að hann sé ekki 100 prósent fagmannlegur,“ segir Lagerbäck. „Leikmenn vilja ekki heyra það.“ „Ég hef notað nokkur smáatriði, til dæmis eins og þegar leikmenn mættu 20-25 mínútum of seint í mat. Mér fannst það vanvirðing,“ segir hann enn fremur en málið var tekið fyrir á liðsfundi daginn fyrir umræddan blaðamannafund. Hann segir þó að gleymska sé eðlilegur þáttur þegar um svona stóran hóp ræðir og að málið hafi ekki alvarlegt. „Gleymska er ekki afsökun en það er mannlegt að gleyma hlutum. Það geri ég líka sjálfur,“ segir hann og bætir við að hann hafi stundum notað fjölmiðla til að koma ákveðnum skilaboðum til skila, bæði til leikmanna og einnig andstæðinga. „Ég reyni að gera það af og til. Ef mér finnst það góð hugmynd þá geri ég það,“ segir Lagerbäck en ummæli hans um leikaraskap Pepe og Cristiano Ronaldo fyrir leik Íslands og Portúgals vöktu athygli. „Ég vildi koma þessu út. Ef maður talar um svona lagað þá getur maður haft áhrif - á leikmenn, dómara og þá sem stýra dómgæslu. Varðandi dæmið með Portúgal þá fékk ég meira að segja viðbrögð frá þjálfara Portúgals. Tilgangurinn var að fá viðbrögð og ég fékk viðbrögð. Mér fannst það ganga ágætlega.“ Og virkaði þetta að þínu mati? „Ég sá ekki mikið af leikaraskap í leiknum okkar gegn Portúgal. Kannski að þetta hafði einhver áhrif.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, segir að hann hafi notað fjölmiðla til að koma ákveðnum skilaboðum inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins. Þetta segir hann í samtali við Vísi. Nærtækasta dæmið er þegar hann sagði frá því á blaðamannafundi í Annecy, á meðan EM í Frakklandi stóð, að leikmenn hefðu komið of seint í kvöldmat skömmu eftir sigurinn á Englandi í 16-liða úrslitum. „Besta leiðin til að fá leikmenn á tærnar er að segja að hann sé ekki 100 prósent fagmannlegur,“ segir Lagerbäck. „Leikmenn vilja ekki heyra það.“ „Ég hef notað nokkur smáatriði, til dæmis eins og þegar leikmenn mættu 20-25 mínútum of seint í mat. Mér fannst það vanvirðing,“ segir hann enn fremur en málið var tekið fyrir á liðsfundi daginn fyrir umræddan blaðamannafund. Hann segir þó að gleymska sé eðlilegur þáttur þegar um svona stóran hóp ræðir og að málið hafi ekki alvarlegt. „Gleymska er ekki afsökun en það er mannlegt að gleyma hlutum. Það geri ég líka sjálfur,“ segir hann og bætir við að hann hafi stundum notað fjölmiðla til að koma ákveðnum skilaboðum til skila, bæði til leikmanna og einnig andstæðinga. „Ég reyni að gera það af og til. Ef mér finnst það góð hugmynd þá geri ég það,“ segir Lagerbäck en ummæli hans um leikaraskap Pepe og Cristiano Ronaldo fyrir leik Íslands og Portúgals vöktu athygli. „Ég vildi koma þessu út. Ef maður talar um svona lagað þá getur maður haft áhrif - á leikmenn, dómara og þá sem stýra dómgæslu. Varðandi dæmið með Portúgal þá fékk ég meira að segja viðbrögð frá þjálfara Portúgals. Tilgangurinn var að fá viðbrögð og ég fékk viðbrögð. Mér fannst það ganga ágætlega.“ Og virkaði þetta að þínu mati? „Ég sá ekki mikið af leikaraskap í leiknum okkar gegn Portúgal. Kannski að þetta hafði einhver áhrif.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00
Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45
Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00