Björn Daníel Sverrisson skoraði annað marka Viking gegn Sogndal í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en lokatölur 2-1.
Björn Daníel spilaði allan leikinn fyrir Viking sem tapaði illa gegn Arsenal í æfingarleik á dögunum, en lið Viking var mikið breytt síðan þá.
FH-ingurinn skoraði fyrra mark leiksins á 39. mínútu og það var af dýrari gerðinni. Hann skoraði með þrumuskoti.
André Danielsen tvöfaldaði svo forystuna á 80. mínútu, en Mahatma Osumanu minnkaði muninn í uppbótartíma og lokatölur 2-1.
Viking er í sjöunda sætinu eftir átján leiki með 30 stig - sex stigum frá þriðja sætinu, en Sogndal er í níunda sætinu með 26 stig.
Björn Daníel skoraði glæsimark í sigri Viking
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti



Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn