Hrafnhildur og Eygló Ósk keppa í undanúrslitum í nótt

Hrafnhildur og Eygló brutu blað í íslenskri sundsögu í dag þegar þær komust í undanúrslit í sínum greinum, fyrstar íslenskra kvenna.
Hrafnhildur var með níunda besta tímann í undanrásunum í 100 metra bringusundi en hún synti á 1:06,81. Íslandsmet hennar er 1:06,45.
Eygló Ósk synti á 1:00,89 í 100 metra baksundi og var sextánda inn í undanúrslitin.
Hrafnhildur keppir í seinni riðlinum í undanúrslitunum í 100 metra bringusundi en hún syndir klukkan 01:29.
Eygló keppir í fyrri riðlinum í 100 metra baksundinu en hún syndir klukkan 02:36.
Vísir verður bæði með beina útsendingu og beina textalýsingu frá undanúrslitunum í nótt.
Tengdar fréttir

Eygló Ósk: Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015, keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Framundan hjá henni er 100 metra baksund og verður hún annar Íslendingur sem keppir á leikunum á eftir Antoni Svein Mckee.

Eygló Ósk í undanúrslit: Hinar vita þá ekkert af mér ef ég fer hraðar í kvöld
Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í undanúrslit í 100 metra baksundi en þrátt fyrir að vera fimmta í sínum riðli þá komst hún áfam. Eygló Ósk var með sextánda besta tímann í undanrásunum og sextán komust í undanúrslit.

Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf
Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum.

Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir
Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó.

Eygló Ósk um rifna sundbolinn: Ég var bara í stresskasti þarna inn í klefanum
Eygló Ósk Gústafsdóttir lét ekki rifinn sundbol koma í veg fyrir það að hún næði að synda sig inn í undanúslitin í 100 metra baksundi.

Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut
Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí.