Faghópur rammaáætlunar er ósammála verkefnisstjórninni Sveinn Arnarson skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Miklir hagsmunir liggja í því hvort svæði verði nýtt til verndar eða nýtingar. Vísir/Vilhelm Faghópur 4 í þriðja áfanga rammaáætlunar, sem átti að fjalla um virkjunarkosti með tilliti til hagrænna þátta, telur ekki forsendur til að meta þjóðhagslega hagkvæmni þeirra virkjanakosta sem til umfjöllunar eru nú. Umhverfisráðherra segir það mistök að hópurinn hafi ekki verið skipaður fyrr af verkefnastjórn. Ekki var farið í nauðsynlega rannsóknarvinnu um fjárhagslegan kostnað og ábata virkjanakosta að mati faghópsins sem hefði tekið um það bil tvö ár í vinnslu. Samt sem áður átti að leggja mat á þessa þætti svo unnt væri að raða svæðum eftir því hvort þeir yrðu nýttir eða verndaðir, samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingið samþykkti á sínum tíma um rammaáætlun. Því má segja að verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar hafi ekki hlustað á eigin faghóp. „Það er niðurstaða faghópsins að hvorki liggi fyrir nægilegar upplýsingar um fjárhagslegan kostnað og ábata né mat á öðrum kostnaði og ábata sem leggja megi til grundvallar áreiðanlegu mati á þjóðhagslegum áhrifum,“ segir í niðurstöðu faghóspsins. „Það er hins vegar mat hópsins að afar mikilvægt sé að slíkt mat fari fram, og jafnframt að gera ætti slíkt mat að hluta af ferli samþykktar virkjanaframkvæmda,“ bætir faghópurinn við. Faghópurinn var settur saman í desember í fyrra og skipaður þremur einstaklingum. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs HÍ, var formaður hópsins en einnig sátu í honum Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við HÍ, og Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherraSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að verkefnastjórn hefði átt að skipa faghópinn mun fyrr svo hægt væri að ráðast í þetta verkefni. Tímaleysi komi í veg fyrir það nú. „Það er bagalegt að verkefnastjórn skyldi ekki skipa þennan hóp fyrr. Það sem ég gerði með formanni verkefnastjórnr var að setja niður mjög ákveðið tímaplan hvað ætti að gera á hvaða tíma,“ segir Sigrún. Þá kveðst Sigrún ekki munu skipta sér af verklaginu nema til að fylgjast með. „Ég efast um að þingið klári rammann sem er leitt. Á þessum dögum sem eftir eru í þinginu mun ég aðeins kynna málið fyrir þinginu. Ekki gefst tími í annað," segir ráðherrann. Sigrún vill ekki leggja mat sitt á framkomnar athugasemdir draga skýrslu verkefnastjórnar um þriðja áfanga rammaáætlunar. „Ég get ekki á þessum tímapunkti haft skoðun á einstökum athugasemdum. Nú bíðum við bara eftir að vinnu verkefnastjórnar ljúki þannig að við fáum fullbúið verk inn í þingið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Faghópur 4 í þriðja áfanga rammaáætlunar, sem átti að fjalla um virkjunarkosti með tilliti til hagrænna þátta, telur ekki forsendur til að meta þjóðhagslega hagkvæmni þeirra virkjanakosta sem til umfjöllunar eru nú. Umhverfisráðherra segir það mistök að hópurinn hafi ekki verið skipaður fyrr af verkefnastjórn. Ekki var farið í nauðsynlega rannsóknarvinnu um fjárhagslegan kostnað og ábata virkjanakosta að mati faghópsins sem hefði tekið um það bil tvö ár í vinnslu. Samt sem áður átti að leggja mat á þessa þætti svo unnt væri að raða svæðum eftir því hvort þeir yrðu nýttir eða verndaðir, samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingið samþykkti á sínum tíma um rammaáætlun. Því má segja að verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar hafi ekki hlustað á eigin faghóp. „Það er niðurstaða faghópsins að hvorki liggi fyrir nægilegar upplýsingar um fjárhagslegan kostnað og ábata né mat á öðrum kostnaði og ábata sem leggja megi til grundvallar áreiðanlegu mati á þjóðhagslegum áhrifum,“ segir í niðurstöðu faghóspsins. „Það er hins vegar mat hópsins að afar mikilvægt sé að slíkt mat fari fram, og jafnframt að gera ætti slíkt mat að hluta af ferli samþykktar virkjanaframkvæmda,“ bætir faghópurinn við. Faghópurinn var settur saman í desember í fyrra og skipaður þremur einstaklingum. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs HÍ, var formaður hópsins en einnig sátu í honum Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við HÍ, og Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherraSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að verkefnastjórn hefði átt að skipa faghópinn mun fyrr svo hægt væri að ráðast í þetta verkefni. Tímaleysi komi í veg fyrir það nú. „Það er bagalegt að verkefnastjórn skyldi ekki skipa þennan hóp fyrr. Það sem ég gerði með formanni verkefnastjórnr var að setja niður mjög ákveðið tímaplan hvað ætti að gera á hvaða tíma,“ segir Sigrún. Þá kveðst Sigrún ekki munu skipta sér af verklaginu nema til að fylgjast með. „Ég efast um að þingið klári rammann sem er leitt. Á þessum dögum sem eftir eru í þinginu mun ég aðeins kynna málið fyrir þinginu. Ekki gefst tími í annað," segir ráðherrann. Sigrún vill ekki leggja mat sitt á framkomnar athugasemdir draga skýrslu verkefnastjórnar um þriðja áfanga rammaáætlunar. „Ég get ekki á þessum tímapunkti haft skoðun á einstökum athugasemdum. Nú bíðum við bara eftir að vinnu verkefnastjórnar ljúki þannig að við fáum fullbúið verk inn í þingið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira