Fimmtán sinnum hærra verð á markaði Kristinn H. Gunnarsson skrifar 5. ágúst 2016 13:30 Athygli hefur vakið uppboð veiðiheimilda í Færeyjum hefur sýnt fram á að útgerðarmenn vilja greiða mun hærra verð fyrir á kvóta en greitt er hér á landi fyrir veiðiréttinn. Talsmenn LÍÚ, íslenska útgerðarauðvaldsins, skrifa í Fréttablaðið í gær og draga í efa að verðið sé raunhæft. Staðhæft er að um sé að ræða jaðarverð en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti veiðiheimilda var boðinn upp. Það þarf ekki að fara til Færeyja til þess að fá góðar upplýsingar um greiðslugetu útgerðarmanna fyrir veiðiheimildir. Aflamark gengur kaupum og sölum á Íslandi og Fiskistofa tekur saman upplýsingar um umfang viðskiptanna og verðið sem greitt er. Í töflunni að neðan eru upplýsingar um viðskiptin í þorskveiðiheimildum hvers árs (aflamarki) síðustu fjögur fiskveiðiár. Athuga ber að yfirstandandi fiskveiðiár er ekki liðið. Magn og meðalverð er miðað við slægðan fisk. En 1 kg af aflamarki (slægðum fiski) samsvarar 1,19 kg af óslægðun fiski.Ár Fjöldi viðskipta Tonn % af aflamarki Meðalverð Samtals millj. kr.2012/13 2.229 22.37614,2206,23 4.6162013/14 2.563 23.26413,0202,91 4.7212014/15 2.10526.27315,3233,076.1272015/16 1.481 22.38711,7217,27 4.854 Þetta eru áreiðanlegar upplýsingar um það verð sem greitt hefur verið fyrir kvóta. Þær eru byggðar á miklum fjölda viðskipta og magnið er frá 12 – 15% af þorskkvóta hvers árs. Verðið er nokkuð stöðugt á þessum fjórum árum, frá 203 kr. til 233 kr. fyrir hvert 1 kg af slægðum þorski. Engan veginn er hægt að halda fram að um sé að ræða óraunhæft jaðarverð. Þvert á móti er þetta markaðsverðið, ákvarðað af útvegsmönnum sjálfum með stuðningi viðskiptabankanna sem væntanlega fjármagna viðskiptin. Þetta er að vísu ekki uppboðsmarkaður heldur það sem kalla mætti tilboðsmarkaður. Þeir sem leigja frá sér kvóta láta vita af því að þeir hafa kvóta til leigu og fá tilboð. Uppboðsmarkaður hefur ýmislegt umfram þetta fyrirkomulag, sérstaklega frá sjónarhóli ríkisins og þeirra sem vilja fá kvóta til leigu. Ríkð fengi betri upplýsingar um viðskiptin og greitt verð og jafnræði myndi vera meira milli þeirra sem bjóða í kvótann. Líklegast er að verðið á uppboðsmarkaði yrði eitthvað lægra en samkvæmt núverandi fyrirkomulagi og reynsla Færeyinga bendir til þess. Auðlindaarðurinn virðist skiptast milli ríkisins og útgerðarmanna. Veruleikinn á Íslandi er annar. Þar fá kvótahafarnir nánast allan auðlindaarðinn og ríkið lítinn hluta hans. LÍÚ ver þennan veruleika og vill hafa hann áfram óbreyttann.Mikill gróði útgerðarmannaÞað er einfaldlega vegna þess að verðið aflamarki á markaði er miklu hærra en það gjald sem útgerðarmenn greiða til ríkisins fyrir afnotin af sjávarauðlindinni. Samanburður á markaðsverðinu og veiðigjaldinu sýnir að markaðsverðið er margfalt hærra. Á síðasta fiskveiðiári var markaðsverðið fimmtán sinnum hærra en veiðigjaldið. Mismunurinn rennur allur í vasa þeirra sem fá kvótanum úthlutað til sín sjálfvirkt samkvæmt núverandi úthlutunarkerfi.Samanburður á meðalverði og veiðigjaldiÁrmeðalverðveiðigjaldmeðalverð/veiðigjHlutfall2012/13206,3238,935,31431%2013/14202,9120,1010,10910%2014/15233,0715,8314,721372%2015/16217,2716,6013,091209% Mismunurinn á markaðsverðinu og veiðigjaldinu er 173 – 217 kr/kg af þorski. Mismunurinn endurspeglar mat útgerðarmanna sjálfra á því hvað hægt er að greiða fyrir veiðiréttinn. Markaðsverðið lýsir einnig mati viðskiptabankanna á því hvað hægt er að verðleggja veiðiréttinn á í viðskiptum með aflaheimildir til lengri tíma. Þar sem verðið er stöðugt til lengri tíma er reynslan sú að leiguverðið er raunhæft og hefur verið greitt. Uppboðsleiðin myndi færa ríkinu stórauknar tekjur af veiðiréttinum frá því sem nú er. Uppboðsleiðin er þekkt og ríkið beitir henni í ýmsum öðrum atvinnugreinum með þeim árangri að enginn færir í tal að hverfa frá henni. Nefna má mannvirkjagerð, svo sem vegagerð, byggingu sjúkrahúss og annarra bygginga. Einnig er ýmiss rekstur boðinn út , jafnvel lítill rekstur sem mötuneyti Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað er. Það er bara í sjávarútvegi þar sem þarf að vernda athafnamenn fyrir samkeppni. Það er á kostnað skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Athygli hefur vakið uppboð veiðiheimilda í Færeyjum hefur sýnt fram á að útgerðarmenn vilja greiða mun hærra verð fyrir á kvóta en greitt er hér á landi fyrir veiðiréttinn. Talsmenn LÍÚ, íslenska útgerðarauðvaldsins, skrifa í Fréttablaðið í gær og draga í efa að verðið sé raunhæft. Staðhæft er að um sé að ræða jaðarverð en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti veiðiheimilda var boðinn upp. Það þarf ekki að fara til Færeyja til þess að fá góðar upplýsingar um greiðslugetu útgerðarmanna fyrir veiðiheimildir. Aflamark gengur kaupum og sölum á Íslandi og Fiskistofa tekur saman upplýsingar um umfang viðskiptanna og verðið sem greitt er. Í töflunni að neðan eru upplýsingar um viðskiptin í þorskveiðiheimildum hvers árs (aflamarki) síðustu fjögur fiskveiðiár. Athuga ber að yfirstandandi fiskveiðiár er ekki liðið. Magn og meðalverð er miðað við slægðan fisk. En 1 kg af aflamarki (slægðum fiski) samsvarar 1,19 kg af óslægðun fiski.Ár Fjöldi viðskipta Tonn % af aflamarki Meðalverð Samtals millj. kr.2012/13 2.229 22.37614,2206,23 4.6162013/14 2.563 23.26413,0202,91 4.7212014/15 2.10526.27315,3233,076.1272015/16 1.481 22.38711,7217,27 4.854 Þetta eru áreiðanlegar upplýsingar um það verð sem greitt hefur verið fyrir kvóta. Þær eru byggðar á miklum fjölda viðskipta og magnið er frá 12 – 15% af þorskkvóta hvers árs. Verðið er nokkuð stöðugt á þessum fjórum árum, frá 203 kr. til 233 kr. fyrir hvert 1 kg af slægðum þorski. Engan veginn er hægt að halda fram að um sé að ræða óraunhæft jaðarverð. Þvert á móti er þetta markaðsverðið, ákvarðað af útvegsmönnum sjálfum með stuðningi viðskiptabankanna sem væntanlega fjármagna viðskiptin. Þetta er að vísu ekki uppboðsmarkaður heldur það sem kalla mætti tilboðsmarkaður. Þeir sem leigja frá sér kvóta láta vita af því að þeir hafa kvóta til leigu og fá tilboð. Uppboðsmarkaður hefur ýmislegt umfram þetta fyrirkomulag, sérstaklega frá sjónarhóli ríkisins og þeirra sem vilja fá kvóta til leigu. Ríkð fengi betri upplýsingar um viðskiptin og greitt verð og jafnræði myndi vera meira milli þeirra sem bjóða í kvótann. Líklegast er að verðið á uppboðsmarkaði yrði eitthvað lægra en samkvæmt núverandi fyrirkomulagi og reynsla Færeyinga bendir til þess. Auðlindaarðurinn virðist skiptast milli ríkisins og útgerðarmanna. Veruleikinn á Íslandi er annar. Þar fá kvótahafarnir nánast allan auðlindaarðinn og ríkið lítinn hluta hans. LÍÚ ver þennan veruleika og vill hafa hann áfram óbreyttann.Mikill gróði útgerðarmannaÞað er einfaldlega vegna þess að verðið aflamarki á markaði er miklu hærra en það gjald sem útgerðarmenn greiða til ríkisins fyrir afnotin af sjávarauðlindinni. Samanburður á markaðsverðinu og veiðigjaldinu sýnir að markaðsverðið er margfalt hærra. Á síðasta fiskveiðiári var markaðsverðið fimmtán sinnum hærra en veiðigjaldið. Mismunurinn rennur allur í vasa þeirra sem fá kvótanum úthlutað til sín sjálfvirkt samkvæmt núverandi úthlutunarkerfi.Samanburður á meðalverði og veiðigjaldiÁrmeðalverðveiðigjaldmeðalverð/veiðigjHlutfall2012/13206,3238,935,31431%2013/14202,9120,1010,10910%2014/15233,0715,8314,721372%2015/16217,2716,6013,091209% Mismunurinn á markaðsverðinu og veiðigjaldinu er 173 – 217 kr/kg af þorski. Mismunurinn endurspeglar mat útgerðarmanna sjálfra á því hvað hægt er að greiða fyrir veiðiréttinn. Markaðsverðið lýsir einnig mati viðskiptabankanna á því hvað hægt er að verðleggja veiðiréttinn á í viðskiptum með aflaheimildir til lengri tíma. Þar sem verðið er stöðugt til lengri tíma er reynslan sú að leiguverðið er raunhæft og hefur verið greitt. Uppboðsleiðin myndi færa ríkinu stórauknar tekjur af veiðiréttinum frá því sem nú er. Uppboðsleiðin er þekkt og ríkið beitir henni í ýmsum öðrum atvinnugreinum með þeim árangri að enginn færir í tal að hverfa frá henni. Nefna má mannvirkjagerð, svo sem vegagerð, byggingu sjúkrahúss og annarra bygginga. Einnig er ýmiss rekstur boðinn út , jafnvel lítill rekstur sem mötuneyti Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað er. Það er bara í sjávarútvegi þar sem þarf að vernda athafnamenn fyrir samkeppni. Það er á kostnað skattgreiðenda.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun