Clinton eykur bilið milli sín og Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2016 10:22 Clinton og Trump bítast um Hvíta húsið. Vísir/AFP Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, eykur enn á forskot sitt á keppinaut sinn Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana. Í nýjum skoðanakönnunum sem birtar voru í gær er Clinton með allt að fimmtán prósenta forskot á Trump. Í könnun sem framkvæmd var af McClatchy-Marist mældist Clinton með 48 prósent fylgi en Trump aðeins 33 prósent en könnunin var framkvæmd um það leyti sem Trump deildi opinberlega við foreldra stríðshetjurnar Humayun Khan sem lést í Írak 2004. Í síðustu könnun McClatchy-Marist var Clinton aðeins með þriggja prósentustiga forskot. Clinton leiðir með níu prósentustigum í sameiginlegri könnun NBC News og Wall Street Journal, 47 prósent gegn 38 prósentum, og bætir þar við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun NBC og WSJ sem framkvæmd var í upphafi síðasta mánaðar.Sjá einnig: Clinton á hraðri uppleið í könnunumAthygli vekur að Clinton bætir verulega við sig þegar fylgi á meðal karla er einungis skoðað í könnun NBC og WSJ. Þar bætir hún við sig 22 prósentustigum og leiðir Trump með átta prósentustigum. Clinton nýtur einnig áfram yfirgnæfandi stuðnings meðal kvenna í könnunni. Búist var við að Clinton myndi bæta við sig fylgi eftir alla athyglina sem hún fékk á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. Þessar fylgissveiflur í kjölfar flokksþinganna eru vel þekktar í bandarískum stjórnmálum. Þær eiga til að jafnast út þegar frá líður, en þetta árið virðist uppsveifla Clinton verða stærri en uppsveifla Trump.Á vefsíðu Huffington Post má finna samantekt yfir þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna sem haldnar verða í nóvember. Þar má sjá að Clinton leiðir með 47 prósenta fylgi gegn 39,7 fylgi Trump. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur skilið töluvert á milli frambjóðendanna tveggja á undanförnum dögum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, eykur enn á forskot sitt á keppinaut sinn Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana. Í nýjum skoðanakönnunum sem birtar voru í gær er Clinton með allt að fimmtán prósenta forskot á Trump. Í könnun sem framkvæmd var af McClatchy-Marist mældist Clinton með 48 prósent fylgi en Trump aðeins 33 prósent en könnunin var framkvæmd um það leyti sem Trump deildi opinberlega við foreldra stríðshetjurnar Humayun Khan sem lést í Írak 2004. Í síðustu könnun McClatchy-Marist var Clinton aðeins með þriggja prósentustiga forskot. Clinton leiðir með níu prósentustigum í sameiginlegri könnun NBC News og Wall Street Journal, 47 prósent gegn 38 prósentum, og bætir þar við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun NBC og WSJ sem framkvæmd var í upphafi síðasta mánaðar.Sjá einnig: Clinton á hraðri uppleið í könnunumAthygli vekur að Clinton bætir verulega við sig þegar fylgi á meðal karla er einungis skoðað í könnun NBC og WSJ. Þar bætir hún við sig 22 prósentustigum og leiðir Trump með átta prósentustigum. Clinton nýtur einnig áfram yfirgnæfandi stuðnings meðal kvenna í könnunni. Búist var við að Clinton myndi bæta við sig fylgi eftir alla athyglina sem hún fékk á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. Þessar fylgissveiflur í kjölfar flokksþinganna eru vel þekktar í bandarískum stjórnmálum. Þær eiga til að jafnast út þegar frá líður, en þetta árið virðist uppsveifla Clinton verða stærri en uppsveifla Trump.Á vefsíðu Huffington Post má finna samantekt yfir þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna sem haldnar verða í nóvember. Þar má sjá að Clinton leiðir með 47 prósenta fylgi gegn 39,7 fylgi Trump. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur skilið töluvert á milli frambjóðendanna tveggja á undanförnum dögum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00
Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10
Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24