Sport

Með sambataktinn í sundlaugina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton og Hrafnhildur taka dansspor í Ólympíuþorpinu í gær.
Anton og Hrafnhildur taka dansspor í Ólympíuþorpinu í gær. Vísir/Anton
Íslenski Ólympíuhópurinn var boðinn formlega velkominn í Ólympíuþorpið í gærkvöldi með fjölmennum sambadansi og klassískri Ríó-stemmningu við kjöraðstæður á Ólympíutorgi Ólympíuþorpsins.

Brasilíumenn buðu upp á flottan danshóp sem heiðraði gesti sína eins og fólk er þekkt fyrir að gera í Ríó. Krakkarnir sýndu frábær tilþrif en jafnframt vildu þau frá keppnisfólkið til að dansa með sér.

Það gerðist ekki mikið til að byrja með en svo tók sundfólkið Anton Sveinn Mckee og Hrafnhildur Lúthersdóttif af skarið og úr varð stórskemmtilegur hópdans með brasilískum og íslenskum gleðigjöfum.

Hrafnhildur og Anton Sveinn fengu líka góðan stuðning frá sjúkraþjálfaranum Unnui Sædísi Jónsdóttur. Unnur Sædís Jónsdóttir verður sundfólkinu til aðstoðar sem og öðrum íslenskum íþróttamönnum fyrri hluta leikanna og hún var líka í stuði í gær.

Vísir/Anton
Það gafst þó ekki langur tími fyrir Hrafnhildi, Anton Svein og Eygló Ósk Gústafsdóttur að ná sér niður eftir allan sambadansinn því þjálfarinn Jacky Pellerin fór með þau beint á æfingu í sundlauginni strax í kjölfarið á athöfninni.

Það má búast við því að íslenska sundfólkið hafi synt með smá sambatakti í Ólympíusundlauginni í gærkvöldi en það eru einmitt íslenska sundfólkið sem keppir fyrst að Íslendingunum á Ólympíuleikunum í Ríó.

Anton Sveinn Mckee keppir fyrsta á morgun og þær Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir síðan á sunnudaginn. Seinna um daginn keppir síðan fimleikakonan Irina Sazonova.

Setningarathöfn Ólympíuleikanna verða í beinni útsendingu á Vísí í kvöld frá klukkan 23.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×