Erlent

Leiðtogi ISIS á Sínaí felldur af Egyptum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/nordic photos
Abu Duaa al-Ansari, leiðtogi Íslamska ríkisins á Sínaí-skaga, var felldur í loftárásum Egypta á dögunum. Árásirnar voru gerðar á bæinn el-Arish sem er skamm vestan við landamæri Egyptalands að Ísrael. Þetta kemur fram á Al Jazeera.

al-Ansari fórst ásamt 45 öðrum meðlimum samtakanna í aðgerð sem stýrt var af nákvæmum upplýsingum leyniþjónustunnar. Þetta kom fram í stöðuuppfærslu Mohammed Samir, talsmanns hersins, á Facebook. Í máli Samir kom einnig fram að vopnum samtakanna á svæðinu hefði verið eytt. Ekki var tekið fram hvenær aðgerðin átti sér stað.

Egyptar hafa glímt við Íslamska ríkið í nokkur ár en samtökunum hefur vaxið fiskur um hrygg frá því að Mohamed Morsi var steypt af stóli forseta árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×