Stjórnarmyndunarviðræður gætu reynst erfiðar að loknum þingkosningum í haust. Píratar, sem yrðu í vænlegri stöðu samkvæmt könnunum, leggja áherslu á stutt þing. Ef þeir halda kröfunni til streitu gætu þeir setið uppi með illleysanlegt verkefni við stjórnarmyndun, að mati Grétars Þórs Eyþórssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.
Mbl.is greindi frá því í gær að formenn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs tækju ekki undir hugmyndir Pírata um að næsta kjörtímabil verði stutt.
Í síðustu viku útilokaði forystufólk Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar. Grétar segir að í ljósi þessarar stöðu gæti það tekið talsverðan tíma að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar.
Grétar bendir á að stjórnarflokkarnir hafi ekki styrk í áframhaldandi samstarf. „Síðan er stjórnarandstaðan búin að segja að hún vilji ekki mynda stjórn með núverandi stjórnarflokkum. Sagan segir okkur að menn hafi á endanum farið út í ýmsar málamiðlanir þegar í nauðirnar hefur rekið, þannig að ég veit ekki hvort það muni halda alla leið þær yfirlýsingar ef að svo færi.“
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Stjórnarmyndun gæti reynst Pírötum erfið

Tengdar fréttir

Nærri níutíu vilja á þing fyrir Pírata
Píratar hafa ákveðið að halda sameiginlegt prófkjör fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Þriðjungur þeirra sem hafa þegar gefið kost á sér í prófkjörinu eru konur. Nærri níutíu manns hafa gefið kost á sér og framkvæmdastjóri hreyfin