Jakob Örn Sigurðarson gaf ekki kost á sér í landsliðshóp Íslands fyrir undankeppni EM 2017 í körfubolta en fram undan eru sex leikir í keppninni í haust.
Jakob Örn var í æfingahópi landsliðsins í sumar en fram kemur í tilkynningu KKÍ að hann hafi ekki gefið kost á sér í lokahópinn. Sextán manna landsliðshópur fyrir undankeppni EM var tilkynntur í dag.
Pavel Ermolinskij er ekki í hópnum en hann hefur verið að glíma við meiðsla.
Allir sterkustu leikmenn Íslands gáfu kost á sér í verkefnið en Tryggvi Þór Hlinason, 216 cm miðherji Þórs á Akureyri, komst í lokahópinn.
Tryggvi var lykilmaður með U20 liði Íslands sem hafnaði í öðru sæti í B-deild EM í sumar, sem og þeir Kári Jónsson og Jón Axel Guðmundsson. Báðir voru valdir í úrvalslið mótsins en hvorugur komst í lokahóp A-landsliðsins að þessu sinni.
Hópurinn er þannig skipaður:
Axel Kárason, Svendborg Rabbits, Danmörk
Brynjar Þór Björnsson, KR
Darri Hilmarsson, KR
Elvar Már Friðriksson, Barry University / Njarðvík
Haukur Helgi Pálsson, Rouen Metropole Basket, Frakkland
Hlynur Bæringsson, Sundsvall Dragons, Svíþjóð
Hörður Axel Vilhjálmsson, Rythmos BC, Grikkland
Jón Arnór Stefánsson, Valencia, Spánn
Kristófer Acox, Furman University / KR
Logi Gunnarsson, Njarðvík
Martin Hermannsson, Étoile de Charleville-Mézéres, Frakkland
Ólafur Ólafsson, St. Clement, Frakkland
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Þór Þorlákshöfn
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Doxa Pefkon, Grikkland
Tryggvi Þór Hlinason, Þór Akureyri
Ægir Þór Steinarsson, San Pablo Inmobiliaria, Spánn

