Trump segir Obama hreina hörmung sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 12:24 Donald Trump kom fram á kosningafundi á mánudag, enda heldur kosningabaráttan áfram þangað til í nóvember. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Obama hafi bæði verið veikburða og gagnslaus. Þetta sagði Trump í viðtali við Fox fréttastofuna, í kjölfar ummæla Obama, sem sagði Trump óhæfan til að gegna forsetaembættinu. Þá sagði Obama það sæta furðu að Repúblikanaflokkurinn hafi enn ekki látið af stuðningi við Trump. Ýmsir þungavigtarmenn innan flokksins hafa þó gagnrýnt Trump og neitað honum um stuðning sinn. Þeirra á meðal eru Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og þingmaður repúblikana, og John McCain, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikanaflokksins. Trump hefur hins vegar svarað í sömu mynt og segist ekki ætla að styðja þá í næstu þingkosningum, sem fara fram í nóvember, en Ryan og McCain ætla báðir að fara fram. Þá hefur gagnrýni á hendur Trump komið víðar að, en Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í gær að fari svo að Trump beri sigur úr býtum, muni það hafa áhrif á heiminn allan. Bætti hann því við að Trump valdi sér ógleði. Fylgissveiflur á milli frambjóðandanna tveggja, Trump og Hillary Clinton, hafa verið töluverðar að undanförnu. Clinton er þó á hraðri uppleið í könnunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Stuðningur við Trump minnkaði eftir landsþing repúblikanaflokksins en þar munar líklega mest um þegar hann fór að gera lítið úr fjölskyldu hermanns sem féll í Íraksstríðinu árið 2004. Fjölskyldan er íslamskrar trúar og hafa orð Trump í garð hennar verið mikið í fréttum vestanhafs síðustu daga. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Obama hafi bæði verið veikburða og gagnslaus. Þetta sagði Trump í viðtali við Fox fréttastofuna, í kjölfar ummæla Obama, sem sagði Trump óhæfan til að gegna forsetaembættinu. Þá sagði Obama það sæta furðu að Repúblikanaflokkurinn hafi enn ekki látið af stuðningi við Trump. Ýmsir þungavigtarmenn innan flokksins hafa þó gagnrýnt Trump og neitað honum um stuðning sinn. Þeirra á meðal eru Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og þingmaður repúblikana, og John McCain, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikanaflokksins. Trump hefur hins vegar svarað í sömu mynt og segist ekki ætla að styðja þá í næstu þingkosningum, sem fara fram í nóvember, en Ryan og McCain ætla báðir að fara fram. Þá hefur gagnrýni á hendur Trump komið víðar að, en Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í gær að fari svo að Trump beri sigur úr býtum, muni það hafa áhrif á heiminn allan. Bætti hann því við að Trump valdi sér ógleði. Fylgissveiflur á milli frambjóðandanna tveggja, Trump og Hillary Clinton, hafa verið töluverðar að undanförnu. Clinton er þó á hraðri uppleið í könnunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Stuðningur við Trump minnkaði eftir landsþing repúblikanaflokksins en þar munar líklega mest um þegar hann fór að gera lítið úr fjölskyldu hermanns sem féll í Íraksstríðinu árið 2004. Fjölskyldan er íslamskrar trúar og hafa orð Trump í garð hennar verið mikið í fréttum vestanhafs síðustu daga.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira