Hver var Humayun Khan? Atli Ísleifsson skrifar 2. ágúst 2016 14:54 Foreldrar Humayun Khan ávörpuðu flokksþing demókrata á dögunum. Vísir/AFP Bandaríski hermaðurinn Humayun Khan, sem fórst í sprengingu í Írak árið 2004, hefur óvænt orðið að leikanda í baráttunni fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Foreldrar Khan ávörpuðu flokksþing Demókrataflokksins sem fram fór í Fíladelfíu á dögunum þar sem þau gagnrýndu Donald Trump, frambjóðanda repúlikana, og drógu í efa að hann hafi nokkurn tímann lesið stjórnarskrá Bandaríkjanna og spurðu hverju hann hefði fórnað fyrir Bandaríkin. Trump skaut síðar á móður Khan fyrir að hafa þagað á meðan á ræðu eiginmanns hennar stóð, og spurði spyrilinn hvort hún hefði mögulega ekki mátt taka til máls. Aðspurður um hverju hann hafi fórnað fyrir Bandaríkin svaraði Trump því meðal annars að hann hafi skapað mörg störf. Repúblikanar hafa margir harðlega gagnrýnt Trump fyrir viðbröðin.En hver var Humayun Khan? Humayun Khan var fæddur árið 1976 í Pakistan en fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna tveimur árum eftir að hann kom í heiminn. Þau settust að í bænum Silver Spring í Maryland-ríki þar sem Humayun ólst upp ásamt tveimur bræðrum sínum.Mynd/BandaríkjaherÍ frétt BBC kemur fram að faðir hans, Khizr Khan, hafi lýst syni sínum sem barni með mikla föðurlandsást og að hann hefði dáðst að Thomas Jefferson. Á meðan hann hafi verið í gagnfræðiskóla hafi hann starfað sem sjálfboðaliði til að kenna fötluðum börnum að synda. Khan skráði sig í herinn eftir að hafa stundað nám í Virginíuháskóla, en faðir hans, sem starfar sem lögfræðingur, lagðist gegn áformunum. „Hann vildi gefa til baka. Það er það sem hann vildi gera,“ sagði faðir hans í samtali við Washington Post árið 2005. Khan útskrifaðist úr háskóla árið 2000 og starfaði svo innan hersins í fjögur ár. Var hann skipaður í stöðu kafteins (e. captain) innan hersins.Breytt áform eftir 11. september BBC greinir frá því að Khan hafi ætlað sér að fara í frekara laganám upp úr aldamótum, en hann hafi breytt áformum sínum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Hann ákvað að starfa áfram innan hersins og var sendur til Íraks árið 2004.Khan er jarðaður í Arlington-kirkjugarði.Vísir/AFPÞar segir frá símtali í maí 2004 þar sem móðir hans minnist þess að hafa biðlað til hans að snúa aftur örugglega heim. „Auðvitað geri ég það. En mamma, þú verður að vita að ég hef skyldum að gegna gagnvart þessum hermönnum og ég get ekki skilið þá eftir varnarlausa,“ en hinn 27 ára Khan féll í sjálfsvígssprengjuárás manns um mánuði síðar. Humayun var staðsettur á Baqubah-herstöðinni, norðaustur af írösku höfuðborginni Bagdad, og eitt af verkefnum hans var hafa eftirlit með hermönnum við inngang herstöðvarinnar.Fórst í sprengjuárás Þann 8. júní 2004 var leigubíl keyrt á miklum hraða í átt að Khan og sveit hans. Khan fyrirskipaði sínum mönnum að hörfa og gekk sjálfur með hendurnar út í átt að leigubílnum, en skömmu áður en bíllinn náði Khan var bíllinn sprengdur í loft upp. BBC segir að Khan hafi með gjörðum sínum náð að bjarga lífi fjölda hermanna og hlaut hann viðurkenningarnar Purple Heart og Bronsstjörnu að sér gengnum. Hann er jarðaður í Arlington kirkjugarðinum, nærri Washington, en Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, var ein þeirra sem sóttu útför Khan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Bandaríski hermaðurinn Humayun Khan, sem fórst í sprengingu í Írak árið 2004, hefur óvænt orðið að leikanda í baráttunni fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Foreldrar Khan ávörpuðu flokksþing Demókrataflokksins sem fram fór í Fíladelfíu á dögunum þar sem þau gagnrýndu Donald Trump, frambjóðanda repúlikana, og drógu í efa að hann hafi nokkurn tímann lesið stjórnarskrá Bandaríkjanna og spurðu hverju hann hefði fórnað fyrir Bandaríkin. Trump skaut síðar á móður Khan fyrir að hafa þagað á meðan á ræðu eiginmanns hennar stóð, og spurði spyrilinn hvort hún hefði mögulega ekki mátt taka til máls. Aðspurður um hverju hann hafi fórnað fyrir Bandaríkin svaraði Trump því meðal annars að hann hafi skapað mörg störf. Repúblikanar hafa margir harðlega gagnrýnt Trump fyrir viðbröðin.En hver var Humayun Khan? Humayun Khan var fæddur árið 1976 í Pakistan en fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna tveimur árum eftir að hann kom í heiminn. Þau settust að í bænum Silver Spring í Maryland-ríki þar sem Humayun ólst upp ásamt tveimur bræðrum sínum.Mynd/BandaríkjaherÍ frétt BBC kemur fram að faðir hans, Khizr Khan, hafi lýst syni sínum sem barni með mikla föðurlandsást og að hann hefði dáðst að Thomas Jefferson. Á meðan hann hafi verið í gagnfræðiskóla hafi hann starfað sem sjálfboðaliði til að kenna fötluðum börnum að synda. Khan skráði sig í herinn eftir að hafa stundað nám í Virginíuháskóla, en faðir hans, sem starfar sem lögfræðingur, lagðist gegn áformunum. „Hann vildi gefa til baka. Það er það sem hann vildi gera,“ sagði faðir hans í samtali við Washington Post árið 2005. Khan útskrifaðist úr háskóla árið 2000 og starfaði svo innan hersins í fjögur ár. Var hann skipaður í stöðu kafteins (e. captain) innan hersins.Breytt áform eftir 11. september BBC greinir frá því að Khan hafi ætlað sér að fara í frekara laganám upp úr aldamótum, en hann hafi breytt áformum sínum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Hann ákvað að starfa áfram innan hersins og var sendur til Íraks árið 2004.Khan er jarðaður í Arlington-kirkjugarði.Vísir/AFPÞar segir frá símtali í maí 2004 þar sem móðir hans minnist þess að hafa biðlað til hans að snúa aftur örugglega heim. „Auðvitað geri ég það. En mamma, þú verður að vita að ég hef skyldum að gegna gagnvart þessum hermönnum og ég get ekki skilið þá eftir varnarlausa,“ en hinn 27 ára Khan féll í sjálfsvígssprengjuárás manns um mánuði síðar. Humayun var staðsettur á Baqubah-herstöðinni, norðaustur af írösku höfuðborginni Bagdad, og eitt af verkefnum hans var hafa eftirlit með hermönnum við inngang herstöðvarinnar.Fórst í sprengjuárás Þann 8. júní 2004 var leigubíl keyrt á miklum hraða í átt að Khan og sveit hans. Khan fyrirskipaði sínum mönnum að hörfa og gekk sjálfur með hendurnar út í átt að leigubílnum, en skömmu áður en bíllinn náði Khan var bíllinn sprengdur í loft upp. BBC segir að Khan hafi með gjörðum sínum náð að bjarga lífi fjölda hermanna og hlaut hann viðurkenningarnar Purple Heart og Bronsstjörnu að sér gengnum. Hann er jarðaður í Arlington kirkjugarðinum, nærri Washington, en Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, var ein þeirra sem sóttu útför Khan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07