Páll Óskar verður silfraður vængjaður einhyrningur á GayPride Birgir Örn Steinarsson skrifar 2. ágúst 2016 13:30 Páll Óskar er þekktur fyrir að tjalda öllu til á GayPride. Vísir Það kemur líklegast engum á óvart að Páll Óskar sé nú að leggja gífurlegan metnað í undirbúning fyrir Gay Pride gönguna sem fram fer á laugardaginn. Í viðtali sem birtist við popparann á Gayiceland síðunni opinberar hann að í ár muni hann bregða sér í líki stærðarinnar einhyrnings með silfur vængjum. Þar segir hann að búningurinn sé undir áhrifum frá sjálfum Pegasus sem er líklegast þekktasta veran úr grískri goðafræði. „Einhyrningurinn er af einhverjum ástæðum tengdur við hinsegin menningu,“ segir Páll í viðtalinu. „Kenningin mín um það er sú að þetta sé ekki ósvipað því sem gert er hér á Íslandi þar sem hinsegin fólk sé tengt álfum og huldufólki. Hér áður fyrr voru hommar goðsagnakenndar verur hér á landi sem sáust sjaldan, líkt og einhyrningar.“ Páll Óskar segir einhyrninga vera eina stærstu klysju sem hægt sé að bjóða upp á á GayPride og þess vegna sé mikilvægt að hafa einn svoleiðis með í ár, til þess að fara aftur í rót göngunnar. „Mér finnst einhyrningurinn vera eitt fallegasta hinsegin tákn sem til er. Því með því er maður að segja; ef þú vilt vera einhyrningur, vertu þá einhyrningur. Það er það einfalt. Einhyrningur er fullur af stolti, óttalaus og skammast sín ekki fyrir neitt. Hann getur hlaupið og sparkað, og minn getur flogið, en þú verður að fara varlega í kringum einhyrning því hann getur líka stungið þig.“ Hinsegin Tengdar fréttir Páll Óskar gefur út sumarslagara Söngvarinn gaf út lagið Þá mætir þú til mín í morgun en svalur sumarandi einkennir lagið. 8. júlí 2016 13:13 Páll Óskar ferðaðist um áhorfendaskarann á gúmmíbáti Eistnaflugi var slitið í gær. Hátíðin fór vel fram. 10. júlí 2016 10:29 Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð „Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. 7. ágúst 2015 14:00 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Það kemur líklegast engum á óvart að Páll Óskar sé nú að leggja gífurlegan metnað í undirbúning fyrir Gay Pride gönguna sem fram fer á laugardaginn. Í viðtali sem birtist við popparann á Gayiceland síðunni opinberar hann að í ár muni hann bregða sér í líki stærðarinnar einhyrnings með silfur vængjum. Þar segir hann að búningurinn sé undir áhrifum frá sjálfum Pegasus sem er líklegast þekktasta veran úr grískri goðafræði. „Einhyrningurinn er af einhverjum ástæðum tengdur við hinsegin menningu,“ segir Páll í viðtalinu. „Kenningin mín um það er sú að þetta sé ekki ósvipað því sem gert er hér á Íslandi þar sem hinsegin fólk sé tengt álfum og huldufólki. Hér áður fyrr voru hommar goðsagnakenndar verur hér á landi sem sáust sjaldan, líkt og einhyrningar.“ Páll Óskar segir einhyrninga vera eina stærstu klysju sem hægt sé að bjóða upp á á GayPride og þess vegna sé mikilvægt að hafa einn svoleiðis með í ár, til þess að fara aftur í rót göngunnar. „Mér finnst einhyrningurinn vera eitt fallegasta hinsegin tákn sem til er. Því með því er maður að segja; ef þú vilt vera einhyrningur, vertu þá einhyrningur. Það er það einfalt. Einhyrningur er fullur af stolti, óttalaus og skammast sín ekki fyrir neitt. Hann getur hlaupið og sparkað, og minn getur flogið, en þú verður að fara varlega í kringum einhyrning því hann getur líka stungið þig.“
Hinsegin Tengdar fréttir Páll Óskar gefur út sumarslagara Söngvarinn gaf út lagið Þá mætir þú til mín í morgun en svalur sumarandi einkennir lagið. 8. júlí 2016 13:13 Páll Óskar ferðaðist um áhorfendaskarann á gúmmíbáti Eistnaflugi var slitið í gær. Hátíðin fór vel fram. 10. júlí 2016 10:29 Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð „Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. 7. ágúst 2015 14:00 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Páll Óskar gefur út sumarslagara Söngvarinn gaf út lagið Þá mætir þú til mín í morgun en svalur sumarandi einkennir lagið. 8. júlí 2016 13:13
Páll Óskar ferðaðist um áhorfendaskarann á gúmmíbáti Eistnaflugi var slitið í gær. Hátíðin fór vel fram. 10. júlí 2016 10:29
Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð „Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. 7. ágúst 2015 14:00