Ólafur Arnalds Island Songs: Nanna Bryndís á heimaslóðum Birgir Örn Steinarsson skrifar 2. ágúst 2016 10:42 Næst síðasta lagið í Island Song seríu Ólafs Arnalds er ekki af verri endanum. Lagið kom út í gær, á frídegi verslunarmanna, og skartar engri annarri en Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur söngkonu Of Monsters and Men á hljóðnemanum. Lagið er tekið upp á hennar æskuslóðum en hún ólst upp á Garði á Reykjanesi. Lagið heitir Particles og er falleg píanóballaða sem er einhvers staðar mitt á milli höfundarstíls Ólafs og Nönnu. Lagið og myndbandið er hljóðritað í einni töku inn í vitanum á Garði ásamt strengjakvartett. Hljómur vitans og stemning gerir upplifunina ógleymanlega.Þetta magnaða lag má sjá hér og heyra að ofan.Hér er Nanna 16 ára við vitann í Garði. Á þeim tíma kallaði hún sig Josie og hafði ekki hljómsveit á bakvið sig.VísirMótaði sköpunargáfuna að alast upp á GarðiBaldvin Z leikstýrði myndbandinu en hann er í samvinnu við Ólaf að vinna kvikmyndina Island Songs sem mun sýna frá sjö heimsóknum Ólafs Arnalds í sumar víðs vegar um landið en á hverjum stað vinnur hann með tónlistarfólki sem tengjast þeim stað með einhverjum hætti. Á heimasíðu Island Songs segir Nanna að það hafi mótað sköpunargáfu hennar að hafa alist upp á Garði. Hún lýsir þar endurkomu sinni til æskuslóðanna sem róandi upplifun en að hún minnist einnig varnarleysisins sem hún upplifði þar sem krakki. „Það var ekki mikið að gera og mikill tími sem fór í einveru og í það að hugsa. Ég eyddi tíma mínum í að leika með steina við sjóinn og í það að segja draugasögur til hinna krakkanna. Stundum hjólaði ég að vitanum þegar veðrið var gott. Ég var algjörlega skrítinn krakki sem söng fyrir mig sjálfa á leiðinni í skólann, svo fór ég inn í svefnherbergi að skóladegi loknum að skrifa niður þær hugmyndir sem ég fékk á göngunni heim. Svefnherbergið mitt var minn mest skapandi staður.“ Tónlist Tengdar fréttir Ólafur Arnalds Island Songs: Vinnur með kollega á Akureyri Atli Örvarsson, Hollywood tónskáld, vinnur lag í heimabæ sínum með Ólafi. 20. júlí 2016 16:00 Ólafur Arnalds og Baddi Z við tökur á tónlistarmynd Tónlistarmaðurinn og leikstjórinn flakka saman um landið við upptökur á tónlistarmyndinni Islandsongs. 24. júní 2016 16:41 Ólafur Arnalds Island Songs: Minnist fórnarlamba snjóflóða á Flateyri Önnur stoppustöð Ólafs Arnalds í Íslands verkefni sínu er Önundarfjörður. 4. júlí 2016 12:30 Fyrsta lag Island songs byggt á atriði úr Vonarstræti Ólafur Arnalds gefur út fyrsta lagið af sjö úr seríunni Island songs. Baldvin Z gerir myndbandið. 27. júní 2016 13:35 Ólafur Arnalds Island Songs: Með feðgum á Selvogi Þriðja lagið í Island Songs heitir Raddir og er unnið með feðgunum Hilmari Erni og Georg Kára. 11. júlí 2016 17:49 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Næst síðasta lagið í Island Song seríu Ólafs Arnalds er ekki af verri endanum. Lagið kom út í gær, á frídegi verslunarmanna, og skartar engri annarri en Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur söngkonu Of Monsters and Men á hljóðnemanum. Lagið er tekið upp á hennar æskuslóðum en hún ólst upp á Garði á Reykjanesi. Lagið heitir Particles og er falleg píanóballaða sem er einhvers staðar mitt á milli höfundarstíls Ólafs og Nönnu. Lagið og myndbandið er hljóðritað í einni töku inn í vitanum á Garði ásamt strengjakvartett. Hljómur vitans og stemning gerir upplifunina ógleymanlega.Þetta magnaða lag má sjá hér og heyra að ofan.Hér er Nanna 16 ára við vitann í Garði. Á þeim tíma kallaði hún sig Josie og hafði ekki hljómsveit á bakvið sig.VísirMótaði sköpunargáfuna að alast upp á GarðiBaldvin Z leikstýrði myndbandinu en hann er í samvinnu við Ólaf að vinna kvikmyndina Island Songs sem mun sýna frá sjö heimsóknum Ólafs Arnalds í sumar víðs vegar um landið en á hverjum stað vinnur hann með tónlistarfólki sem tengjast þeim stað með einhverjum hætti. Á heimasíðu Island Songs segir Nanna að það hafi mótað sköpunargáfu hennar að hafa alist upp á Garði. Hún lýsir þar endurkomu sinni til æskuslóðanna sem róandi upplifun en að hún minnist einnig varnarleysisins sem hún upplifði þar sem krakki. „Það var ekki mikið að gera og mikill tími sem fór í einveru og í það að hugsa. Ég eyddi tíma mínum í að leika með steina við sjóinn og í það að segja draugasögur til hinna krakkanna. Stundum hjólaði ég að vitanum þegar veðrið var gott. Ég var algjörlega skrítinn krakki sem söng fyrir mig sjálfa á leiðinni í skólann, svo fór ég inn í svefnherbergi að skóladegi loknum að skrifa niður þær hugmyndir sem ég fékk á göngunni heim. Svefnherbergið mitt var minn mest skapandi staður.“
Tónlist Tengdar fréttir Ólafur Arnalds Island Songs: Vinnur með kollega á Akureyri Atli Örvarsson, Hollywood tónskáld, vinnur lag í heimabæ sínum með Ólafi. 20. júlí 2016 16:00 Ólafur Arnalds og Baddi Z við tökur á tónlistarmynd Tónlistarmaðurinn og leikstjórinn flakka saman um landið við upptökur á tónlistarmyndinni Islandsongs. 24. júní 2016 16:41 Ólafur Arnalds Island Songs: Minnist fórnarlamba snjóflóða á Flateyri Önnur stoppustöð Ólafs Arnalds í Íslands verkefni sínu er Önundarfjörður. 4. júlí 2016 12:30 Fyrsta lag Island songs byggt á atriði úr Vonarstræti Ólafur Arnalds gefur út fyrsta lagið af sjö úr seríunni Island songs. Baldvin Z gerir myndbandið. 27. júní 2016 13:35 Ólafur Arnalds Island Songs: Með feðgum á Selvogi Þriðja lagið í Island Songs heitir Raddir og er unnið með feðgunum Hilmari Erni og Georg Kára. 11. júlí 2016 17:49 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Ólafur Arnalds Island Songs: Vinnur með kollega á Akureyri Atli Örvarsson, Hollywood tónskáld, vinnur lag í heimabæ sínum með Ólafi. 20. júlí 2016 16:00
Ólafur Arnalds og Baddi Z við tökur á tónlistarmynd Tónlistarmaðurinn og leikstjórinn flakka saman um landið við upptökur á tónlistarmyndinni Islandsongs. 24. júní 2016 16:41
Ólafur Arnalds Island Songs: Minnist fórnarlamba snjóflóða á Flateyri Önnur stoppustöð Ólafs Arnalds í Íslands verkefni sínu er Önundarfjörður. 4. júlí 2016 12:30
Fyrsta lag Island songs byggt á atriði úr Vonarstræti Ólafur Arnalds gefur út fyrsta lagið af sjö úr seríunni Island songs. Baldvin Z gerir myndbandið. 27. júní 2016 13:35
Ólafur Arnalds Island Songs: Með feðgum á Selvogi Þriðja lagið í Island Songs heitir Raddir og er unnið með feðgunum Hilmari Erni og Georg Kára. 11. júlí 2016 17:49