Fremstu tískuhús heims hanna búninga landsliðanna á Ólympíuleikunum Ritstjórn skrifar 2. ágúst 2016 10:30 Ralph Lauren hannar fötin fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna sem hefjast á föstudaginn. Mynd/Ralph Lauren Nú þegar Ólympíuleikarnir eru rétt handan við hornið er orðið skýrara hvernig búningar landsliðanna verða. Einnig eru fötin sem þau munu klæðast á opnunarhátíðinni orðin skír en sum lönd standa þar ofar öðrum. Franska, bandaríska og kúbverska liðið hafa öll fengið fræga fatahönnuði með sér í lið til þess að hanna sem flottustu einkennisfötin fyrir liðin svo að stjarna þeirra skíni sem skærast þegar þau labba í fyrsta sinn inn á Ólympíuleikvanginn í Ríó núna á föstudaginn. Bandaríkjamenn fengu engan annan en Ralph Lauren til þess að hanna fötin fyrir sig. Lið þeirra mun klæðast bláum jökkum við hvítar niðurþröngar buxur og röndóttum póló bolum. Afar klassískt útlit fyrir bandaríska liðið. Frakkar fengu franska tískuhúsið Lacoste til liðs við sig til þess að hanna fyrir sig. Eins og mátti búast við eru þau föt afar stílhrein og einföld en samt eitthvað sérstaklega flott. Hvíti liturinn er í aðalhlutverki í bland við dökk bláann og kemur það einstaklega vel út á franska landsliðinu. Christian Louboutin hannaði fötin fyrir opnunarhátíðina hjá liði Kúbu. Þau verða í vínrauðum jökkum eða hvítum jakkafata jökkum við svartar buxur. Einstaklega flott litasamsetning en það verður að gaman fylgjast með liðinu ganga inn á leikvanginn á föstudaginn. Stella McCartney hannaði íþróttabúningana fyrir breska liðið á mótinu í samstarfi við Adidas. Hún gerði það einnig fyrir Ólympíuleikana í London árið 2012. Teikningarnar af fötum bandaríska liðsins fyrir opnunarhátíðina.Kúbverjar klæðast þessum flottu litasamsetningum á opnunarhátíðinni. Christian Louboutin er einn af hönnuðum búninganna. Lacoste présente sa nouvelle collection France Olympique, portée par les athlètes de l'équipe de @FranceOlympique. #EspritBleu A photo posted by Lacoste (@lacoste) on Apr 27, 2016 at 11:07am PDT Mest lesið Hin sex ára Blue Ivy á málverkauppboði Glamour Fatahönnunarnemar einblína á sjálfbærni í samstarfi við Rauða kross Íslands Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Caitlyn Jenner og MAC safna háum fjárhæðum fyrir trans fólk Glamour Lily-Rose Depp verður andlit Chanel No. 5 L'Eau Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour Fara strákarnir að stelast í snyrtibudduna? Glamour Brad Pitt sést opinberlega í fyrsta skiptið frá skilnaðarfréttunum Glamour Tryllt auglýsing frá Kenzo leikstýrð af Spike Jonze Glamour Hip-Hop lög Victoriu Beckham komast loksins upp á yfirborðið Glamour
Nú þegar Ólympíuleikarnir eru rétt handan við hornið er orðið skýrara hvernig búningar landsliðanna verða. Einnig eru fötin sem þau munu klæðast á opnunarhátíðinni orðin skír en sum lönd standa þar ofar öðrum. Franska, bandaríska og kúbverska liðið hafa öll fengið fræga fatahönnuði með sér í lið til þess að hanna sem flottustu einkennisfötin fyrir liðin svo að stjarna þeirra skíni sem skærast þegar þau labba í fyrsta sinn inn á Ólympíuleikvanginn í Ríó núna á föstudaginn. Bandaríkjamenn fengu engan annan en Ralph Lauren til þess að hanna fötin fyrir sig. Lið þeirra mun klæðast bláum jökkum við hvítar niðurþröngar buxur og röndóttum póló bolum. Afar klassískt útlit fyrir bandaríska liðið. Frakkar fengu franska tískuhúsið Lacoste til liðs við sig til þess að hanna fyrir sig. Eins og mátti búast við eru þau föt afar stílhrein og einföld en samt eitthvað sérstaklega flott. Hvíti liturinn er í aðalhlutverki í bland við dökk bláann og kemur það einstaklega vel út á franska landsliðinu. Christian Louboutin hannaði fötin fyrir opnunarhátíðina hjá liði Kúbu. Þau verða í vínrauðum jökkum eða hvítum jakkafata jökkum við svartar buxur. Einstaklega flott litasamsetning en það verður að gaman fylgjast með liðinu ganga inn á leikvanginn á föstudaginn. Stella McCartney hannaði íþróttabúningana fyrir breska liðið á mótinu í samstarfi við Adidas. Hún gerði það einnig fyrir Ólympíuleikana í London árið 2012. Teikningarnar af fötum bandaríska liðsins fyrir opnunarhátíðina.Kúbverjar klæðast þessum flottu litasamsetningum á opnunarhátíðinni. Christian Louboutin er einn af hönnuðum búninganna. Lacoste présente sa nouvelle collection France Olympique, portée par les athlètes de l'équipe de @FranceOlympique. #EspritBleu A photo posted by Lacoste (@lacoste) on Apr 27, 2016 at 11:07am PDT
Mest lesið Hin sex ára Blue Ivy á málverkauppboði Glamour Fatahönnunarnemar einblína á sjálfbærni í samstarfi við Rauða kross Íslands Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Caitlyn Jenner og MAC safna háum fjárhæðum fyrir trans fólk Glamour Lily-Rose Depp verður andlit Chanel No. 5 L'Eau Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour Fara strákarnir að stelast í snyrtibudduna? Glamour Brad Pitt sést opinberlega í fyrsta skiptið frá skilnaðarfréttunum Glamour Tryllt auglýsing frá Kenzo leikstýrð af Spike Jonze Glamour Hip-Hop lög Victoriu Beckham komast loksins upp á yfirborðið Glamour