Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Guðni og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar vísir/Eyþór Það er ansi merkilegt svona í sögu hátíðarinnar að Guðni Th. Jóhannesson forseti mun flytja hátíðarávarp á stóra sviðinu á Arnarhóli eftir Gleðigönguna. Þetta verður í fyrsta skipti sem forseti Íslands tengist hátíðinni okkar með nokkrum hætti,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga sem hefjast í dag. Gunnlaugur segir aðstandendur hátíðarinnar afar ánægða og stolta með aðkomu Guðna að hátíðinni en aðstandendur hennar biðu fram yfir kosningar til þess að sjá hvern þau ættu að setja sig í samband við. „Við leituðum til hans. Það hafði oft komið til tals og okkur fannst í ljósi þess að við höfum verið í góðu samstarfi við ráðherra, borgastjóra og svo framvegis að það vantaði að fá stimpilinn frá forsetaembættinu. Við ákváðum því að bíða með að festa ræðumann þar til eftir kosningar til þess að sjá við hvern við ættum að tala og hvort það myndi ekki takast núna með breytingum á Bessastöðum,“ segir Gunnlaugur og heldur áfram: „Við settum okkur í samband við Guðna strax daginn eftir kosningar og fengum ótrúlega jákvæð viðbrögð frá honum og mikinn vilja frá skrifstofu forseta til þess að vera í samstarfi með þetta. Þetta var því komið inn í dagbók forseta töluvert áður en hann tók við embættinu.“Gunnlaugur Bragi Björnsson segir aðstandendur Hinsegin daga ánægða og stolta með þátttöku forsetans í hátíðinni. Mynd/EyþórDagskrá hátíðarinnar er líkt og áður fjölbreytt og lífleg og segir Gunnlaugur undirbúning hátíðarinnar hafa gengið stórvel þó töluvert mikið sé um að vera svona síðustu daga fyrir hana. „Við erum svolítið búin að vera að grínast með það að við verðum sjálfsagt ekki kosin Starfsmenn mánaðarins í dagvinnunni okkar þennan síðasta mánuð fyrir hátíð. Það eru ansi mörg símtöl, tölvupóstar og skreppitúrar í hádeginu síðustu dagana fyrir hátíðina,“ segir hann glaður í bragði. Á dagskránni í ár eru um þrjátíu viðburðir og hefst hún líkt og áður sagði í dag og lýkur næstkomandi laugardag þegar sjálf Gleðigangan fer fram sem óumdeilanlega er hápunktur hátíðarhaldanna. Þemað í ár er saga hinsegin fólks. „Það er dálítið af viðburðum sem eru svolítið tengdir því. Til dæmis söguganga um miðborgina með áherslu á staði, hús og svæði sem tengjast sögunni okkar. Hún er, ótrúlegt en satt, töluvert löng og tengist ýmsum stöðum sem fólk gerir sér ekki grein fyrir að tengjast þessari sögu. Ég þekki söguna ekki almennilega sjálfur og hlakka til að fara í gönguna og heyra hvað borgin okkar hefur að geyma.“ Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí. Hinsegin Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Það er ansi merkilegt svona í sögu hátíðarinnar að Guðni Th. Jóhannesson forseti mun flytja hátíðarávarp á stóra sviðinu á Arnarhóli eftir Gleðigönguna. Þetta verður í fyrsta skipti sem forseti Íslands tengist hátíðinni okkar með nokkrum hætti,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga sem hefjast í dag. Gunnlaugur segir aðstandendur hátíðarinnar afar ánægða og stolta með aðkomu Guðna að hátíðinni en aðstandendur hennar biðu fram yfir kosningar til þess að sjá hvern þau ættu að setja sig í samband við. „Við leituðum til hans. Það hafði oft komið til tals og okkur fannst í ljósi þess að við höfum verið í góðu samstarfi við ráðherra, borgastjóra og svo framvegis að það vantaði að fá stimpilinn frá forsetaembættinu. Við ákváðum því að bíða með að festa ræðumann þar til eftir kosningar til þess að sjá við hvern við ættum að tala og hvort það myndi ekki takast núna með breytingum á Bessastöðum,“ segir Gunnlaugur og heldur áfram: „Við settum okkur í samband við Guðna strax daginn eftir kosningar og fengum ótrúlega jákvæð viðbrögð frá honum og mikinn vilja frá skrifstofu forseta til þess að vera í samstarfi með þetta. Þetta var því komið inn í dagbók forseta töluvert áður en hann tók við embættinu.“Gunnlaugur Bragi Björnsson segir aðstandendur Hinsegin daga ánægða og stolta með þátttöku forsetans í hátíðinni. Mynd/EyþórDagskrá hátíðarinnar er líkt og áður fjölbreytt og lífleg og segir Gunnlaugur undirbúning hátíðarinnar hafa gengið stórvel þó töluvert mikið sé um að vera svona síðustu daga fyrir hana. „Við erum svolítið búin að vera að grínast með það að við verðum sjálfsagt ekki kosin Starfsmenn mánaðarins í dagvinnunni okkar þennan síðasta mánuð fyrir hátíð. Það eru ansi mörg símtöl, tölvupóstar og skreppitúrar í hádeginu síðustu dagana fyrir hátíðina,“ segir hann glaður í bragði. Á dagskránni í ár eru um þrjátíu viðburðir og hefst hún líkt og áður sagði í dag og lýkur næstkomandi laugardag þegar sjálf Gleðigangan fer fram sem óumdeilanlega er hápunktur hátíðarhaldanna. Þemað í ár er saga hinsegin fólks. „Það er dálítið af viðburðum sem eru svolítið tengdir því. Til dæmis söguganga um miðborgina með áherslu á staði, hús og svæði sem tengjast sögunni okkar. Hún er, ótrúlegt en satt, töluvert löng og tengist ýmsum stöðum sem fólk gerir sér ekki grein fyrir að tengjast þessari sögu. Ég þekki söguna ekki almennilega sjálfur og hlakka til að fara í gönguna og heyra hvað borgin okkar hefur að geyma.“ Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí.
Hinsegin Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira