Kjartan Henry Finnbogason tryggði Horsens öll stigin þrjú þegar liðið tók á móti Lyngby í 6. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Kjartan Henry kom inn á sem varamaður á 87. mínútu í stöðunni 1-1. Og aðeins þremur mínútum síðar var framherjinn öflugi búinn að skora og tryggja Horsens sigurinn.
Þetta var annað mark Kjartans Henry á tímabilinu en hann skoraði einnig í 2-2 jafntefli gegn Bröndby fyrir tæpum þremur vikum síðan.
Þetta var fyrsti sigur Horsens á tímabilinu en liðið gerði fjögur jafntefli í fyrstu fimm umferðunum í dönsku deildinni.
Hallgrímur Jónasson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Lyngby sem er í 6. sæti deildarinnar með átta stig.
Kjartan Henry tryggði Horsens fyrsta sigurinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





