Clinton með töluvert forskot á Trump Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2016 19:48 Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/Getty Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, mælist með átta prósentustiga forskot á Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana. Þetta kemur fram í nýrri könnun Reuters og Ipsos. Samkvæmt könnuninni styðja 42 prósent Bandaríkjamanna við Clinton og 34 prósent við Trump. Um 23 prósent kjósenda sögðust hvorki vilja kjósa Clinton né Trump. Árið 2012 var mjórra á munum á milli þeirra Barack Obama og Mitt Romney, en á þeim mældist undir tveggja prósentustiga munur á sama tímabili. Samkvæmt könnuninni hafa bæði Clinton og Trump átt erfitt með að ná til kjósenda og eru þau bæði ekki talin álitleg. Þá segjast tveir þriðju Bandaríkjamanna að landið sé á rangri braut.Clinton hefur átt í vandræðum vegna tölvupósta sinna og Trump hefur margoft sagt hluti sem hafa lagst illa í kjósendur. Trump hefur þó átt sérstaklega erfitt tímabil frá því að landsfundum flokkanna lauk. Áhrifamenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að flokkurinn hætti að styðja við bakið á Trump og einbeiti sér frekar að því að hjálpa þingmönnum flokksins að ná kjöri í fulltrúa- og öldungadeild þings Bandaríkjanna. Trump hefur tvívegis stokkað upp í kosningateymi sínu á undanförnum misserum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. 11. ágúst 2016 07:00 Styttur af nöktum Donald Trump spretta upp um Bandaríkin Þær voru hannaðar af listamanni frá Las Vegas sem gengur undir nafninu Ginger. Hann hefur hingað til einblínt á að búa til skrímsli og sagðist glaður taka þátt í að gera styttu af Trump því hann væri sjálfur enn eitt skrímslið. 18. ágúst 2016 21:55 Vilja að Repúblikanaflokkurinn hætti að ausa peningum í Trump Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump. 12. ágúst 2016 09:03 Trump hristir hressilega upp í kosningaliði sínu Kellyanne Conway, sérfræðingur í skoðanakönnunum, hefur verið skipuð kosningastjóri framboðsins. 17. ágúst 2016 10:52 Trump um ummæli sín um Obama og ISIS: Skilur fólk ekki kaldhæðni? Enn er sótt að Trump vegna ummæla forsetaefnis Repúblikana. 12. ágúst 2016 13:05 Manafort hættur í kosningaliði Trump Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum. 19. ágúst 2016 14:26 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, mælist með átta prósentustiga forskot á Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana. Þetta kemur fram í nýrri könnun Reuters og Ipsos. Samkvæmt könnuninni styðja 42 prósent Bandaríkjamanna við Clinton og 34 prósent við Trump. Um 23 prósent kjósenda sögðust hvorki vilja kjósa Clinton né Trump. Árið 2012 var mjórra á munum á milli þeirra Barack Obama og Mitt Romney, en á þeim mældist undir tveggja prósentustiga munur á sama tímabili. Samkvæmt könnuninni hafa bæði Clinton og Trump átt erfitt með að ná til kjósenda og eru þau bæði ekki talin álitleg. Þá segjast tveir þriðju Bandaríkjamanna að landið sé á rangri braut.Clinton hefur átt í vandræðum vegna tölvupósta sinna og Trump hefur margoft sagt hluti sem hafa lagst illa í kjósendur. Trump hefur þó átt sérstaklega erfitt tímabil frá því að landsfundum flokkanna lauk. Áhrifamenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að flokkurinn hætti að styðja við bakið á Trump og einbeiti sér frekar að því að hjálpa þingmönnum flokksins að ná kjöri í fulltrúa- og öldungadeild þings Bandaríkjanna. Trump hefur tvívegis stokkað upp í kosningateymi sínu á undanförnum misserum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. 11. ágúst 2016 07:00 Styttur af nöktum Donald Trump spretta upp um Bandaríkin Þær voru hannaðar af listamanni frá Las Vegas sem gengur undir nafninu Ginger. Hann hefur hingað til einblínt á að búa til skrímsli og sagðist glaður taka þátt í að gera styttu af Trump því hann væri sjálfur enn eitt skrímslið. 18. ágúst 2016 21:55 Vilja að Repúblikanaflokkurinn hætti að ausa peningum í Trump Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump. 12. ágúst 2016 09:03 Trump hristir hressilega upp í kosningaliði sínu Kellyanne Conway, sérfræðingur í skoðanakönnunum, hefur verið skipuð kosningastjóri framboðsins. 17. ágúst 2016 10:52 Trump um ummæli sín um Obama og ISIS: Skilur fólk ekki kaldhæðni? Enn er sótt að Trump vegna ummæla forsetaefnis Repúblikana. 12. ágúst 2016 13:05 Manafort hættur í kosningaliði Trump Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum. 19. ágúst 2016 14:26 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. 11. ágúst 2016 07:00
Styttur af nöktum Donald Trump spretta upp um Bandaríkin Þær voru hannaðar af listamanni frá Las Vegas sem gengur undir nafninu Ginger. Hann hefur hingað til einblínt á að búa til skrímsli og sagðist glaður taka þátt í að gera styttu af Trump því hann væri sjálfur enn eitt skrímslið. 18. ágúst 2016 21:55
Vilja að Repúblikanaflokkurinn hætti að ausa peningum í Trump Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump. 12. ágúst 2016 09:03
Trump hristir hressilega upp í kosningaliði sínu Kellyanne Conway, sérfræðingur í skoðanakönnunum, hefur verið skipuð kosningastjóri framboðsins. 17. ágúst 2016 10:52
Trump um ummæli sín um Obama og ISIS: Skilur fólk ekki kaldhæðni? Enn er sótt að Trump vegna ummæla forsetaefnis Repúblikana. 12. ágúst 2016 13:05
Manafort hættur í kosningaliði Trump Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum. 19. ágúst 2016 14:26