Nordsjælland og Randers gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik 6. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Það voru Íslendingar sem stóðu í rammanum hjá liðunum í dag. Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Nordsjælland og Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Randers.
Mikkel Kallesöe kom Randers í 0-1 á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Godsway Doyoh jafnaði svo metin á 64. mínútu og þar við sat.
Stigið er mikilvægt fyrir Nordsjælland sem var búið að tapa fjórum leikjum í röð með markatölunni 2-13. Rúnar Alex og félagar eru í 11. sæti deildarinnar með fjögur stig.
Randers er áfram í 4. sæti deildarinnar en lærisveinar Ólafs Kristjánssonar hafa ekki tapað frá því í 2. umferð.
Jafnt hjá íslensku markvörðunum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn






