Snörp orðaskipti á þingi um framlög ríkisstjórnarinnar til heilbrigðismála Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 15:12 Oddný Harðardóttir þingmaður og formaður Samfylkingarinnar beindi fyrirspurn um uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins til Kristjáns Þórs Júlíusson heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmaðurinn lagði út af undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem hann setti af stað síðastliðið vor. Hátt í 90 þúsund Íslendingar skrifuðu undir en krafan sem sett var fram var að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í heilbrigðiskerfið. „Stjórnmálamenn verða að svara því hvernig á að ná því markmiði og forgangsraða. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra þekkir það jafnvel og ég að mikil þörf er á uppbyggingu í heilbrigðisþjónustunni um allt land. Slæm staða til dæmis á Landspítalanum er með þeim hætti að ástæða er til að hafa áhgygjur af öryggi sjúklinga ef ekki verður bætt úr á næstu árum,“ sagði Oddný.„Almenningur hefur fengið nóg“ Hún setti síðan kröfu almennings í undirskriftasöfnunni í samhengi við nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára en sagði ekki tekið tillit til kröfu almennings í henni. „Almenningur hefur fengið nóg og krefst þess að neikvæðri þróun verði snúið við. Áætlun ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum til næstu fimm ára tekur ekki tillit til þessarar kröfu almennings. Því spyr ég hæstvirtan heilbrigðisráðherra: var tekin ákvörðun um það í ríkisstjórn að hlusta ekki á þessa kröfu fólksins?“Heilbrigðisráðherra sagði það mjög einkennilegt að hlusta á þingmanninn ræða um það að fjármálaáætlunin tæki ekki tillit til kröfu almennings um uppbyggingu í heilbrigðiskerfisins þegar höfð væri í huga sú áhersla sem lögð væri á málaflokkinn í áætluninni. „Við erum að horfa til þess, ef við horfum bara á sjúkrahúsþjónustuna, þar eru útgjöldin að vaxa frá árinu 2016 til 2021 úr tæpum 75 milljörðum upp í rúma 90 milljarða króna og menn tala um það að það sé ekki verið að mæta óskum um aukin framlög í sjúkrahúsþjónustu. Ég kalla þetta vöxt, það getur vel verið að háttvirtur þingmaður hafi annan skilning á þessu,“ sagði Kristján Þór og bætti við að áætlað sé að raunvöxtur á tímabilinu verði 12 prósent á tímabilinu. Þá væri ráðgert að byggja fleiri en fimm ný hjúkrunarheimili.Ekki sérstakur vilji hjá stjórnvöldum að hundsa kröfu almennings um bætt heilbrigðiskerfi „Ég kalla þetta að bæta þjónustuna. Ég skal vera fyrstur manna til að taka undir það með háttvirtum þingmanni að það má vel gera betur á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum en það er langur vegur að ætla það að það sé einhver sérstakur vilji hjá stjórnvöldum í þessu landi að hundsa þá miklu áherslu sem almenningur í landinu hefur á þennan málaflokk.“ Oddný minnti þá á að til þess að halda í horfinu þyrfti Landspítalinn 5,3 milljarða til viðbótar í rekstur sinn á næsta ári. Fjármálaáætlunin gerði hins vegar aðeins ráð fyrir 2,3 milljörðum króna til viðbótar í rekstur spítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Því væri ljóst að þjónustan á þessum tveimur spítölum myndi dragast saman. Þessu svaraði heilbrigðisráðherra fullum hálsi og sagði með ólíkindum að hlusta á þingmanninn. Kristján Þór sagði að fjármálaáætlunin væri ekki fjárlagafrumvarp næsta árs. „Það er alveg viðurkennt [...] að það er mikið svigrúm inni í fjármálaáætluninni til þess að mæta einstökum útgjöldum. Að ræða það í þessu samhengi að 5,3 milljarða vöntun inn í Landspítalann í 190 miljarða veltu í heilbrigðismálum ráði og skipti sköpum, það er bara ekki eðlilegt að ræða þetta út frá þeim samanburði. Ég fullyrði það að samkvæmt áætlunum stjórnvalda [...] er ekki gert ráð fyrir því að þjónusta Landspítalans eða Sjúkrahússins á Akureyri muni dragast saman. Það er rangt af háttvirtum þingmanni að gefa það til kynna og það er ekki sanngjarnt að ræða málefni heilbrigðiskerfisins með þeim hætti.“ Alþingi Tengdar fréttir Ríkið hyggst leggja meira fé til reksturs hjúkrunarheimila Ríkisstjórnin samþykkti í dag að fela ráðherrum heilbrigðis- og fjármála að ræða við rekstraraðila um mögulega styrkingu á rekstrargrunni heimilanna. 18. mars 2016 22:15 Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Oddný Harðardóttir þingmaður og formaður Samfylkingarinnar beindi fyrirspurn um uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins til Kristjáns Þórs Júlíusson heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmaðurinn lagði út af undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem hann setti af stað síðastliðið vor. Hátt í 90 þúsund Íslendingar skrifuðu undir en krafan sem sett var fram var að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í heilbrigðiskerfið. „Stjórnmálamenn verða að svara því hvernig á að ná því markmiði og forgangsraða. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra þekkir það jafnvel og ég að mikil þörf er á uppbyggingu í heilbrigðisþjónustunni um allt land. Slæm staða til dæmis á Landspítalanum er með þeim hætti að ástæða er til að hafa áhgygjur af öryggi sjúklinga ef ekki verður bætt úr á næstu árum,“ sagði Oddný.„Almenningur hefur fengið nóg“ Hún setti síðan kröfu almennings í undirskriftasöfnunni í samhengi við nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára en sagði ekki tekið tillit til kröfu almennings í henni. „Almenningur hefur fengið nóg og krefst þess að neikvæðri þróun verði snúið við. Áætlun ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum til næstu fimm ára tekur ekki tillit til þessarar kröfu almennings. Því spyr ég hæstvirtan heilbrigðisráðherra: var tekin ákvörðun um það í ríkisstjórn að hlusta ekki á þessa kröfu fólksins?“Heilbrigðisráðherra sagði það mjög einkennilegt að hlusta á þingmanninn ræða um það að fjármálaáætlunin tæki ekki tillit til kröfu almennings um uppbyggingu í heilbrigðiskerfisins þegar höfð væri í huga sú áhersla sem lögð væri á málaflokkinn í áætluninni. „Við erum að horfa til þess, ef við horfum bara á sjúkrahúsþjónustuna, þar eru útgjöldin að vaxa frá árinu 2016 til 2021 úr tæpum 75 milljörðum upp í rúma 90 milljarða króna og menn tala um það að það sé ekki verið að mæta óskum um aukin framlög í sjúkrahúsþjónustu. Ég kalla þetta vöxt, það getur vel verið að háttvirtur þingmaður hafi annan skilning á þessu,“ sagði Kristján Þór og bætti við að áætlað sé að raunvöxtur á tímabilinu verði 12 prósent á tímabilinu. Þá væri ráðgert að byggja fleiri en fimm ný hjúkrunarheimili.Ekki sérstakur vilji hjá stjórnvöldum að hundsa kröfu almennings um bætt heilbrigðiskerfi „Ég kalla þetta að bæta þjónustuna. Ég skal vera fyrstur manna til að taka undir það með háttvirtum þingmanni að það má vel gera betur á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum en það er langur vegur að ætla það að það sé einhver sérstakur vilji hjá stjórnvöldum í þessu landi að hundsa þá miklu áherslu sem almenningur í landinu hefur á þennan málaflokk.“ Oddný minnti þá á að til þess að halda í horfinu þyrfti Landspítalinn 5,3 milljarða til viðbótar í rekstur sinn á næsta ári. Fjármálaáætlunin gerði hins vegar aðeins ráð fyrir 2,3 milljörðum króna til viðbótar í rekstur spítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Því væri ljóst að þjónustan á þessum tveimur spítölum myndi dragast saman. Þessu svaraði heilbrigðisráðherra fullum hálsi og sagði með ólíkindum að hlusta á þingmanninn. Kristján Þór sagði að fjármálaáætlunin væri ekki fjárlagafrumvarp næsta árs. „Það er alveg viðurkennt [...] að það er mikið svigrúm inni í fjármálaáætluninni til þess að mæta einstökum útgjöldum. Að ræða það í þessu samhengi að 5,3 milljarða vöntun inn í Landspítalann í 190 miljarða veltu í heilbrigðismálum ráði og skipti sköpum, það er bara ekki eðlilegt að ræða þetta út frá þeim samanburði. Ég fullyrði það að samkvæmt áætlunum stjórnvalda [...] er ekki gert ráð fyrir því að þjónusta Landspítalans eða Sjúkrahússins á Akureyri muni dragast saman. Það er rangt af háttvirtum þingmanni að gefa það til kynna og það er ekki sanngjarnt að ræða málefni heilbrigðiskerfisins með þeim hætti.“
Alþingi Tengdar fréttir Ríkið hyggst leggja meira fé til reksturs hjúkrunarheimila Ríkisstjórnin samþykkti í dag að fela ráðherrum heilbrigðis- og fjármála að ræða við rekstraraðila um mögulega styrkingu á rekstrargrunni heimilanna. 18. mars 2016 22:15 Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ríkið hyggst leggja meira fé til reksturs hjúkrunarheimila Ríkisstjórnin samþykkti í dag að fela ráðherrum heilbrigðis- og fjármála að ræða við rekstraraðila um mögulega styrkingu á rekstrargrunni heimilanna. 18. mars 2016 22:15
Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13