Barcelona tryggði sér í kvöld spænska Ofurbikarnum eftir 3-0 sigur á Sevilla á Nývangi.
Barcelona var í góðri stöðu eftir 0-3 sigur í fyrri leiknum og vann því einvígið, 6-0 samanlagt.
Ardan Turan skoraði tvö mörk fyrir Barcelona í leiknum í kvöld og Lionel Messi eitt.
Victor Iborra, leikmaður Sevilla, fékk upplagt tækifæri til að jafna metin í 1-1 eftir rúman hálftíma en Claudio Bravo, markvörður Barcelona, varði vítaspyrnu hans.
Keppni í spænsku úrvalsdeildinni hefst um helgina. Barcelona fær Real Betis í heimsókn klukkan 16:15 á laugardaginn.
Öruggt hjá Spánarmeisturunum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Frá Midtjylland til Newcastle
Fótbolti






Szczesny ekki hættur enn
Fótbolti

Vörn Grindavíkur áfram hriplek
Fótbolti
