Innlent

Segir fjármálaáætlun breikka bilið milli ríkra og fátækra

Samúel Karl Ólason skrifar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG. Vísir/Vilhelm
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, hafnar eindregið þingsályktunartillögu fjármálaráðherra um fjármálaáætlun fyrir árin 2017 til 2020. Hún segir að skattastefna í áætluninni muni verða til þess að auka bilið milli ríkra og fátækra á Íslandi.

Í minnihlutaáliti sem Bjarkey lagði fram á Alþingi segir ennfremur að áform stjórnvalda um lækkun skulda ríkisins séu veikburða. Engin önnur leið sé kynnt en sala hlutafjár í viðskiptabönkunum.

Þar að auki segir að fullyrðingar fjármálaráðherra í tillögunni um að „áætlanir stjórnvalda um þróun opinberra fjármála séu til að styrkja velferðarkerfið og bæta þjónustu þess við landsmenn eiga sér enga stoð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×