Lægstu laun verði alltaf þriðjungur af hæstu launum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2016 14:28 Ögmundur Jónasson er eini flutningsmaður tillögunnar. vísir/vilhelm Fjármálaráðuneytinu, og stofnunum sem undir það heyra, verður gert skylt að semja á þann veg í kjarasamningum að lægstu föstu launagreiðslur verði aldrei lægri en þriðjungur af hæstu föstu launagreiðslum nái þingsályktunartillaga Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri grænna, fram að ganga. Í greinargerð með tillögunni segir að verði tillagan samþykkt náist mikilvægur áfangi í átt til kjarajöfnunar þó ákjósanlegast væri að launabilið yrði talsvert minna en þrefalt. „Í stað þess að beðið sé eftir því að gengið hafi verið frá samningum láglaunamannsins svo smyrja megi á kjör hátekjufólksins þá verður byggð inn í kerfið eins konar varnarvísitala fyrir lægstu launin nái tillagan fram að ganga. Annar kostur og betri í kjarasamningum væri að ákveða fyrst kjör hinna hæstu og ganga að því búnu frá almennum kjarasamningum, ella kæmi til kasta sjálfvirkrar vísitölu sem kalla mætti varnarvísitölu lágtekjufólks,“ segir í greinargerðinni. Þá er lagt til að tillagan nái ekki einvörðungu til launataxtans heldur einnig til annarra fastra greiðslna. Með tillögunni vonast Ögmundur til að sveitarfélögin fylgi fordæmi ríkisins. „Enda þótt launabilið hjá hinu opinbera sé óásættanlega mikið, þá er það ranglæti smávægilegt miðað við almenna markaðinn þar sem sjálftökumenn skammta sér í mánaðartekjur jafnvel margföld árslaun verkafólks. Með löggjöf verður þetta varla lagað en fordæmi almannaþjónustunnar gæti orðið siðferðilegur vegvísir,“ segir enn fremur í greinargerðinni. Ögmundur stendur einn að tillögunni. Alþingi Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Sjá meira
Fjármálaráðuneytinu, og stofnunum sem undir það heyra, verður gert skylt að semja á þann veg í kjarasamningum að lægstu föstu launagreiðslur verði aldrei lægri en þriðjungur af hæstu föstu launagreiðslum nái þingsályktunartillaga Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri grænna, fram að ganga. Í greinargerð með tillögunni segir að verði tillagan samþykkt náist mikilvægur áfangi í átt til kjarajöfnunar þó ákjósanlegast væri að launabilið yrði talsvert minna en þrefalt. „Í stað þess að beðið sé eftir því að gengið hafi verið frá samningum láglaunamannsins svo smyrja megi á kjör hátekjufólksins þá verður byggð inn í kerfið eins konar varnarvísitala fyrir lægstu launin nái tillagan fram að ganga. Annar kostur og betri í kjarasamningum væri að ákveða fyrst kjör hinna hæstu og ganga að því búnu frá almennum kjarasamningum, ella kæmi til kasta sjálfvirkrar vísitölu sem kalla mætti varnarvísitölu lágtekjufólks,“ segir í greinargerðinni. Þá er lagt til að tillagan nái ekki einvörðungu til launataxtans heldur einnig til annarra fastra greiðslna. Með tillögunni vonast Ögmundur til að sveitarfélögin fylgi fordæmi ríkisins. „Enda þótt launabilið hjá hinu opinbera sé óásættanlega mikið, þá er það ranglæti smávægilegt miðað við almenna markaðinn þar sem sjálftökumenn skammta sér í mánaðartekjur jafnvel margföld árslaun verkafólks. Með löggjöf verður þetta varla lagað en fordæmi almannaþjónustunnar gæti orðið siðferðilegur vegvísir,“ segir enn fremur í greinargerðinni. Ögmundur stendur einn að tillögunni.
Alþingi Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Sjá meira