Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Eyjólf Ásberg Halldórsson um að leika með liðinu í Domino's deild karla á næsta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skallagrími.
Eyjólfur er fæddur árið 1998, uppalinn hjá KR, en kemur til Skallagríms frá ÍR þar sem hann lék á síðasta tímabili.
Eyjólfur hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var lykilleikmaður íslenska U-18 ára liðsins á EM í sumar.
Í vor varð Eyjólfur Íslandsmeistari með ÍR í drengjaflokki þar sem hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins með 24 stig, 13 fráköst og þrjár stoðsendingar.
Með þessari ráðningu er lið Skallagríms full mannað fyrir átökin í vetur að því er fram kemur í tilkynningunni. Áður voru Darrel Flake og Magnús Þór Gunnarsson komnir til Skallagríms sem og Bandaríkjamaðurinn Flenard Whitfield.
Lykilmaður U-18 ára landsliðsins til Skallagríms
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn