North West er byrjuð að stelast í fataskápinn hjá Kim
Ritstjórn skrifar
North West er algjört krútt, meira að segja þegar hún er í Balenciaga stígvélum af mömmu sinni.
Unga smekkkonan North West er greinilega dóttir foreldra sinna, Kim Kardashian og Kanye West, en hún er strax byrjuð að stelast í fataskápinn hjá mömmu sinni.
Kim birti mynd á Instagram síðu sinni þar sem North var að prófa himinháa Balenciaga stígvél. North var alltof lítil fyrir stígvélin en hún þurfti að liggja á gólfinu til þess að reyna að fara í þau.