Manchester City er nánast komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 0-5 útisigur á Steaua í Búkarest í kvöld.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en seinni leikurinn fer fram á Etihad Stadium á miðvikudaginn í næstu viku.
Sergio Agüero skoraði þrennu fyrir City í kvöld. Mörkin hefðu þó hæglega getað orðið fleiri en Argentínumaðurinn klúðraði tveimur vítaspyrnum á fyrstu 20 mínútum leiksins.
Spánverjarnir David Silva og Nolito skoruðu hin tvö mörk City sem lék við hvurn sinn fingur í leiknum í kvöld.
Fjórir aðrir leikir fóru fram í umspilinu í kvöld.
Ajax og FK Rostov frá Rússlandi gerðu 1-1 jafntefli og sömu úrslit urðu í leik Dinamo Zagreb og Red Bull Salzburg.
FC Copenhagen vann 1-0 sigur á APOEL frá Kýpur og Borussia Mönchengladbach gerði góða ferð til Sviss og vann 1-3 sigur á Young Boys.
Úrslit kvöldsins:
Steaua Búkarest 0-5 Man City
Ajax 1-1 FK Rostov
Dinamo Zagreb 1-1 Red Bull Salzburg
FC Copenhagen 1-0 APOEL
Young Boys 1-3 Borussia Mönchengladbach

