Manchester City er nánast komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 0-5 útisigur á Steaua í Búkarest í kvöld.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en seinni leikurinn fer fram á Etihad Stadium á miðvikudaginn í næstu viku.
Sergio Agüero skoraði þrennu fyrir City í kvöld. Mörkin hefðu þó hæglega getað orðið fleiri en Argentínumaðurinn klúðraði tveimur vítaspyrnum á fyrstu 20 mínútum leiksins.
Spánverjarnir David Silva og Nolito skoruðu hin tvö mörk City sem lék við hvurn sinn fingur í leiknum í kvöld.
Fjórir aðrir leikir fóru fram í umspilinu í kvöld.
Ajax og FK Rostov frá Rússlandi gerðu 1-1 jafntefli og sömu úrslit urðu í leik Dinamo Zagreb og Red Bull Salzburg.
FC Copenhagen vann 1-0 sigur á APOEL frá Kýpur og Borussia Mönchengladbach gerði góða ferð til Sviss og vann 1-3 sigur á Young Boys.
Úrslit kvöldsins:
Steaua Búkarest 0-5 Man City
Ajax 1-1 FK Rostov
Dinamo Zagreb 1-1 Red Bull Salzburg
FC Copenhagen 1-0 APOEL
Young Boys 1-3 Borussia Mönchengladbach
Agüero klúðraði tveimur vítum en skoraði samt þrennu í Búkarest | Sjáðu mörkin
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið

Kári reynir að hjálpa HK upp um deild
Íslenski boltinn

Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield
Enski boltinn

„Þeir standa fyrir eitthvað annað“
Fótbolti

Áhorfendum vísað út af Anfield
Enski boltinn

„Báðir endar vallarins mættu vera betri“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegra þegar vel gengur“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana
Íslenski boltinn


