Kenýamaðurinn David Rudisha er Ólympíumeistari í 800 metra karla en hann vann úrslitahlaupið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt.
Þetta er annað Ólympíugull David Rudisha í röð í þessari grein en hann vann einnig gull í London fyrir fjórum árum síðan.
David Rudisha kom í mark á 1:42.15 mín.. Hann náði ekki að bæta heimsmetið sitt en þetta var fljótasti tími ársins í 800 metra hlaupi karla.
Taoufik Makhloufi frá Alsír fékk silfur og Bandaríkjamaðurinn Clayton Murphy tók bronsið eftir mikinn endasprett.
Alfred Kipketer, landi David Rudisha, keyrði upp hraðann í hlaupinu og sprengdi sig á endanum. Hann endaði í sjöunda sæti.
David Rudisha er nú ríkjandi heims- og Ólympíumeistari en hann vann gull á HM í Peking í fyrra. Hann varð einnig heimsmeistari árið 2011.
Rudisha náði í annað ÓL-gull í 800 metra hlaupi karla
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti


Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti



Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
