Kenýamaðurinn David Rudisha er Ólympíumeistari í 800 metra karla en hann vann úrslitahlaupið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt.
Þetta er annað Ólympíugull David Rudisha í röð í þessari grein en hann vann einnig gull í London fyrir fjórum árum síðan.
David Rudisha kom í mark á 1:42.15 mín.. Hann náði ekki að bæta heimsmetið sitt en þetta var fljótasti tími ársins í 800 metra hlaupi karla.
Taoufik Makhloufi frá Alsír fékk silfur og Bandaríkjamaðurinn Clayton Murphy tók bronsið eftir mikinn endasprett.
Alfred Kipketer, landi David Rudisha, keyrði upp hraðann í hlaupinu og sprengdi sig á endanum. Hann endaði í sjöunda sæti.
David Rudisha er nú ríkjandi heims- og Ólympíumeistari en hann vann gull á HM í Peking í fyrra. Hann varð einnig heimsmeistari árið 2011.
Rudisha náði í annað ÓL-gull í 800 metra hlaupi karla
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti


„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Fleiri fréttir
