Ekki einhugur innan stjórnar með frumvarp Illuga um breytingar á LÍN Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mun mæla fyrir breytingum á Lánasjóði íslenskra námsmanna í þinginu í dag. Stjórnarandstaðan mun berjast gegn breytingum og ekki er einhugur innan Framsóknar um frumvarpið. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í menntamálanefnd þingsins, segist vera sáttur við margt en alls ekki allt. „Við þurfum að skoða hvort kerfið búi til ójafnræði milli einstaklinga eftir því hvaðan þeir koma. Einstaklingar í foreldrahúsum á höfuðborgarsvæðinu koma betur út úr þessu en þeir sem þurfa að flytjast búferlum til að mynda. Einnig er ég ósáttur við að verið sé að setja námsmenn inn í verðtryggt umhverfi þegar við viljum banna það í húsnæðismálum,“ segir Haraldur.vísir/ernir„Ég mun kalla eftir breytingum á frumvarpinu því við þurfum að laga þetta.“ Bjarkey Gunnarsdóttir, þingkona VG í allsherjar- og menntamálanefnd segir ólíklegt að frumvarpið verði klárað á þessu þingi. „Það er alveg ljóst að þetta eru stórar breytingar í kerfinu og því þurfum við að vanda okkur við lagasetninguna. Sá stutti tími sem eftir er af þessu þingi er líklega ekki nægur. Það er ekki sátt um málið og ef afgreiða á það í sátt þá þarf að gefa meiri tíma í svona stórt mál,“ segir Bjarkey.Líneik Anna SævarsdóttirLíneik Anna Sævarsdóttir, annar varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir margt gott í frumvarpinu en annað þurfi að skoða. Hún segir samfélagið ekki komið á þann stað að hægt sé að afnema verðtryggingu af námslánum þó unnið sé að því að draga úr vægi hennar í húsnæðismálum. „Auðvitað er þetta eitthvað sem við munum skoða en ég held að við séum ekki komin þangað sem samfélag.“ Alþingi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mun mæla fyrir breytingum á Lánasjóði íslenskra námsmanna í þinginu í dag. Stjórnarandstaðan mun berjast gegn breytingum og ekki er einhugur innan Framsóknar um frumvarpið. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í menntamálanefnd þingsins, segist vera sáttur við margt en alls ekki allt. „Við þurfum að skoða hvort kerfið búi til ójafnræði milli einstaklinga eftir því hvaðan þeir koma. Einstaklingar í foreldrahúsum á höfuðborgarsvæðinu koma betur út úr þessu en þeir sem þurfa að flytjast búferlum til að mynda. Einnig er ég ósáttur við að verið sé að setja námsmenn inn í verðtryggt umhverfi þegar við viljum banna það í húsnæðismálum,“ segir Haraldur.vísir/ernir„Ég mun kalla eftir breytingum á frumvarpinu því við þurfum að laga þetta.“ Bjarkey Gunnarsdóttir, þingkona VG í allsherjar- og menntamálanefnd segir ólíklegt að frumvarpið verði klárað á þessu þingi. „Það er alveg ljóst að þetta eru stórar breytingar í kerfinu og því þurfum við að vanda okkur við lagasetninguna. Sá stutti tími sem eftir er af þessu þingi er líklega ekki nægur. Það er ekki sátt um málið og ef afgreiða á það í sátt þá þarf að gefa meiri tíma í svona stórt mál,“ segir Bjarkey.Líneik Anna SævarsdóttirLíneik Anna Sævarsdóttir, annar varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir margt gott í frumvarpinu en annað þurfi að skoða. Hún segir samfélagið ekki komið á þann stað að hægt sé að afnema verðtryggingu af námslánum þó unnið sé að því að draga úr vægi hennar í húsnæðismálum. „Auðvitað er þetta eitthvað sem við munum skoða en ég held að við séum ekki komin þangað sem samfélag.“
Alþingi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira