Kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þingsályktunartillaga um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Reykjavíkurflugvallar verður lögð fram á næstu dögum. „Það er stefnt að því að gera það sem allra fyrst. Hún er í lokavinnslu,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem býst fastlega við því að verða á meðal flutningsmanna tillögunnar. Hann efast þó um að hægt verði að kjósa um framtíð flugvallarins samhliða alþingiskosningum vegna laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Það væri æskilegt og það er eitt af því sem við erum að skoða núna en ég óttast um að tíminn sé orðinn of naumur, því miður,“ segir Þorsteinn. „Það breytir ekki því að þetta er þverpólitískur hópur sem vill að þjóðin fái tækifæri til að segja í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vilji að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram i Vatnsmýri,“ segir Þorsteinn. Þó segir hann engan úr röðum Pírata og Bjartrar framtíðar standa að fyrirhugaðri tillögu. Ekki liggur fyrir hverjir verða flutningsmenn tillögunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegt að Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, verði fyrsti flutningsmaður. „Það er ekki ákveðið. Ég get þó alveg hugsað mér það,“ segir Þorsteinn. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýri, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Þá vildi hann ekki svara því hvort samtal hafi átt sér stað milli Hjartans í Vatnsmýri og hópsins sem stendur að tillögunni. Félagið hefur undanfarin misseri barist fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri. Í júní kvað Hæstiréttur upp dóm um að loka bæri NA-SV flugbraut flugvallarins, svokallaðri neyðarbraut, innan sextán vikna. Reykjavíkurborg hafði þá höfðað mál á hendur innanríkisráðuneyti vegna ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma um að neita að loka brautinni. „Það er margt sem bendir til þess að þetta mál sem ríkið rak hafi ekki verið nógu vel reifað af hálfu ríkisins. En áður en lengra er haldið þykir okkur rétt að vita vilja landsmanna í þessu máli,“ segir Þorsteinn.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Þingsályktunartillaga um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Reykjavíkurflugvallar verður lögð fram á næstu dögum. „Það er stefnt að því að gera það sem allra fyrst. Hún er í lokavinnslu,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem býst fastlega við því að verða á meðal flutningsmanna tillögunnar. Hann efast þó um að hægt verði að kjósa um framtíð flugvallarins samhliða alþingiskosningum vegna laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Það væri æskilegt og það er eitt af því sem við erum að skoða núna en ég óttast um að tíminn sé orðinn of naumur, því miður,“ segir Þorsteinn. „Það breytir ekki því að þetta er þverpólitískur hópur sem vill að þjóðin fái tækifæri til að segja í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vilji að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram i Vatnsmýri,“ segir Þorsteinn. Þó segir hann engan úr röðum Pírata og Bjartrar framtíðar standa að fyrirhugaðri tillögu. Ekki liggur fyrir hverjir verða flutningsmenn tillögunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegt að Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, verði fyrsti flutningsmaður. „Það er ekki ákveðið. Ég get þó alveg hugsað mér það,“ segir Þorsteinn. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýri, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Þá vildi hann ekki svara því hvort samtal hafi átt sér stað milli Hjartans í Vatnsmýri og hópsins sem stendur að tillögunni. Félagið hefur undanfarin misseri barist fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri. Í júní kvað Hæstiréttur upp dóm um að loka bæri NA-SV flugbraut flugvallarins, svokallaðri neyðarbraut, innan sextán vikna. Reykjavíkurborg hafði þá höfðað mál á hendur innanríkisráðuneyti vegna ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma um að neita að loka brautinni. „Það er margt sem bendir til þess að þetta mál sem ríkið rak hafi ekki verið nógu vel reifað af hálfu ríkisins. En áður en lengra er haldið þykir okkur rétt að vita vilja landsmanna í þessu máli,“ segir Þorsteinn.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira