Kjördæmaráð Pírata á höfuðborgarsvæðinu hefur ógilt fyrri niðurröðun á framboðslista Pírata á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi alþingiskosningar. Komið höfðu fram mismunandi túlkanir á framkvæmd prófkjara í lögum Pírata og töldu sumir að endurtelja ætti atkvæði eftir að í ljós kom að nokkrir frambjóðendur höfðu hafnað sætum á listanum. Var því ákveðið að endurtelja atkvæðin að brottfelldum þeim sem hættu við þáttöku.
Litlar sem engar breytingar urðu á listanum eftir endurtalningu og er röðun efstu sæta óbreytt. Taldi kjördæmaráð að sú gagnrýni sem fram hafði komið, og Vísir hefur fjallað um, ætti rétt á sér.
Í gær benti stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek á að í lögum Pírata, nánar tiltekið grein 14.5, stendur að hafni frambjóðandi sæti, eða geti af öðrum sökum ekki tekið því, skal raða á lista með endurtalningu atkvæða að brottfelldum frambjóðanda.
Í tilkynningu á vef Pírata kemur fram að gefnar verða út nákvæmari reglur varðandi röðun á listana og frambjóðendur upplýstir um þær. Þá muni kjördæmaráð óska eftir því við úrskurðarnefnd að hún taki málið til umfjöllunar og flýtimeðferðar.
Hér að neðan má sjá framboðslista Pírata eftir sameiginlegt prófkjör flokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að endurtalning fór fram en efstu 24 sætin eru skipuð sömu einstaklingum og áður en alls færðust tíu einstaklingar um eitt sæti.
Endurtalið í prófkjöri Pírata

Tengdar fréttir

Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata
Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt.

Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum
Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi.

Össur segir prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“
Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir þátttökuna í prófkjöri Pírata skelfilega litla.