Þingmaður telur lykilatriði að Sigmundur Davíð þvælist ekki fyrir þingstörfum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2016 11:05 Páll og Sigmundur eru ósammála um hvor þeirra gæti þvælst fyrir þingstörfum. vísir Það er lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að formaður Framsóknarflokksins þvælist ekki fyrir. Svo ritar Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Facebook-síðu sína. Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra í vor var tilkynnt í þinghúsinu að kjörtímabilið nú yrði stytt um eitt löggjafarþing. Síðan þá hefur verið vafi uppi um hvenær kosningar skyldu fara fram. Í síðustu viku var tilkynnt að kosningar myndu fara fram 29. október. Ákveðnir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, og formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, hafa talað um afleik stjórnarinnar í þessum efnum. Fastur kjördagur veiti stjórnarandstöðunni vopn og hún geti tafið þingstörf.Sjá einnig:Sigurður Ingi: Sameiginleg sýn að kjósa 29. október Í frétt á vef RÚV í gær kom fram að til stæði að kynna frumvörp sem draga úr vægi verðtryggingar. „Þetta er augljóslega eitt af stóru málunum þannig að ég geri ráð fyrir að stjórnarandstaðan, vilji hún kosningar á þessum degi, þvælist ekki mjög mikið fyrir,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali við RÚV af því tilfelli. „Sigmundur Davíð virðist vera kominn í leitirnar aftur en eins og allir vita þá kom hann óvænt heim í sumar. En svo hvarf hann aftur og gaf sér meira segja ekki tíma til þess að vera viðstaddur innsetningu nýs forseta lýðveldsins einn formanna stjórnmálaflokka,“ segir í áðurnefndri færslu Páls Vals en þar gerir hann umrædd ummæli Sigmundar að umræðuefni. „En nú er hann semsagt mættur, fjallbrattur sem fyrr og segir að það sé hugsanlega hægt að kjósa 29. okt ef stjórnarandstaðan verði ekki að flækjast fyrir. Ég tel það aftur á móti lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að hann sjálfur verði ekki að þvælast fyrir. Það er sá lærdómur sem má draga af þingstörfum síðasta vor.“ Alþingi Tengdar fréttir Þing kemur saman í dag: Forsætisráðherra flytur skýrslu um stöðu þjóðmála Formenn þingflokka Alþingis munu funda klukkan 11 í dag og verður þing sett klukkan 15. 15. ágúst 2016 07:33 Þingið farið í sumarfrí: Meiri bjór úr fríhöfninni, dekkjakurlið burt og hætt við innra eftirlit lögreglu Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. 3. júní 2016 13:45 Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Gunnar Bragi Sveinsson er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. 13. ágúst 2016 14:13 Telur að forsætisráðherra hefði átt að ræða dagsetningu kosninga við þingflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun fara yfir ákvörðun sína og fjármálaráðherra um fastsetningu kjördags hinn 29. október á þingflokksfundi Framsóknarmanna á morgun. 14. ágúst 2016 16:57 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Það er lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að formaður Framsóknarflokksins þvælist ekki fyrir. Svo ritar Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Facebook-síðu sína. Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra í vor var tilkynnt í þinghúsinu að kjörtímabilið nú yrði stytt um eitt löggjafarþing. Síðan þá hefur verið vafi uppi um hvenær kosningar skyldu fara fram. Í síðustu viku var tilkynnt að kosningar myndu fara fram 29. október. Ákveðnir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, og formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, hafa talað um afleik stjórnarinnar í þessum efnum. Fastur kjördagur veiti stjórnarandstöðunni vopn og hún geti tafið þingstörf.Sjá einnig:Sigurður Ingi: Sameiginleg sýn að kjósa 29. október Í frétt á vef RÚV í gær kom fram að til stæði að kynna frumvörp sem draga úr vægi verðtryggingar. „Þetta er augljóslega eitt af stóru málunum þannig að ég geri ráð fyrir að stjórnarandstaðan, vilji hún kosningar á þessum degi, þvælist ekki mjög mikið fyrir,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali við RÚV af því tilfelli. „Sigmundur Davíð virðist vera kominn í leitirnar aftur en eins og allir vita þá kom hann óvænt heim í sumar. En svo hvarf hann aftur og gaf sér meira segja ekki tíma til þess að vera viðstaddur innsetningu nýs forseta lýðveldsins einn formanna stjórnmálaflokka,“ segir í áðurnefndri færslu Páls Vals en þar gerir hann umrædd ummæli Sigmundar að umræðuefni. „En nú er hann semsagt mættur, fjallbrattur sem fyrr og segir að það sé hugsanlega hægt að kjósa 29. okt ef stjórnarandstaðan verði ekki að flækjast fyrir. Ég tel það aftur á móti lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að hann sjálfur verði ekki að þvælast fyrir. Það er sá lærdómur sem má draga af þingstörfum síðasta vor.“
Alþingi Tengdar fréttir Þing kemur saman í dag: Forsætisráðherra flytur skýrslu um stöðu þjóðmála Formenn þingflokka Alþingis munu funda klukkan 11 í dag og verður þing sett klukkan 15. 15. ágúst 2016 07:33 Þingið farið í sumarfrí: Meiri bjór úr fríhöfninni, dekkjakurlið burt og hætt við innra eftirlit lögreglu Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. 3. júní 2016 13:45 Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Gunnar Bragi Sveinsson er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. 13. ágúst 2016 14:13 Telur að forsætisráðherra hefði átt að ræða dagsetningu kosninga við þingflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun fara yfir ákvörðun sína og fjármálaráðherra um fastsetningu kjördags hinn 29. október á þingflokksfundi Framsóknarmanna á morgun. 14. ágúst 2016 16:57 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þing kemur saman í dag: Forsætisráðherra flytur skýrslu um stöðu þjóðmála Formenn þingflokka Alþingis munu funda klukkan 11 í dag og verður þing sett klukkan 15. 15. ágúst 2016 07:33
Þingið farið í sumarfrí: Meiri bjór úr fríhöfninni, dekkjakurlið burt og hætt við innra eftirlit lögreglu Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. 3. júní 2016 13:45
Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Gunnar Bragi Sveinsson er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. 13. ágúst 2016 14:13
Telur að forsætisráðherra hefði átt að ræða dagsetningu kosninga við þingflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun fara yfir ákvörðun sína og fjármálaráðherra um fastsetningu kjördags hinn 29. október á þingflokksfundi Framsóknarmanna á morgun. 14. ágúst 2016 16:57