Frjálslynda stjórnmálaaflið sem við óskuðum eftir Geir Finnsson skrifar 15. ágúst 2016 10:50 Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn var stofnaður í maí síðastliðnum og er óhætt að segja að honum hafi verið afar vel tekið. Fylgið eykst með hverjum mánuði og hefur flokkurinn m.a. verið nefndur hástökkvarinn í skoðanakönnunum. Víst er að tilurð Viðreisnar hefur komið ýmsum í opna skjöldu og mörgum er ekki enn ljóst fyrir hvað flokkurinn stendur, eða hverjir standa að honum. Þeirra á meðal hafa sumir misskilið aflið og m.a. sagt Viðreisn endastöð biturra Sjálfstæðismanna sem þrái ekkert heitar en aðild Íslands að Evrópusambandinu.Hvernig byrjaði þetta?Rétt er að rætur Viðreisnar má m.a. rekja til Sjálfstæðismanna sem mislíkaði stefna flokksins í frjálslyndi, vestrænni samvinnu og upptöku nýs gjaldmiðils. Kornið sem fyllti mælinn hjá þessum hópi var ákvörðun flokksins í ársbyrjun 2014 að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðisgreiðslu varðandi áframhaldandi aðildarviðræður Íslands við ESB. Sjálfstæðismenn voru hins vegar ekki þeir einu sem blöskraði framganga ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og ákvað frjálslynt fólk innan og utan stjórnmálaflokka því að taka höndum saman og lagði þar með drög að Viðreisn. Raunin er sú að Viðreisn hefur orðið að því pólitíska afli sem mörg okkar hafa óskað eftir árum saman. Við erum jú mörg sem könnumst við að hafa þurft að velja skásta kostinn í kjörklefanum þar sem skort hefur flokk sem höfðar raunverulega til manns. Þegar staðan er slík er freistandi að sitja heima, kalla stjórnmálamenn illum nöfnum á samfélagsmiðlum og spyrja þá hvenær þeir ætli að gera eitthvað af viti. En kannski er betra að spyrja sjálfan sig „hvers vegna geri ég ekki eitthvað af viti?“Flokkur mótaður af ungu fólkiMargir flokkar sjá ástæðu til að hafa ungt fólk eins og mig með til málamynda. Þannig geta þeir bent á að verið sé að gera eitthvað fyrir unga fólkið, en það sjálft er hins vegar ekki virkt í þeirri vinnu. Þess í stað er ákveðið hvað sé okkur fyrir bestu, frekar en að á okkur sé hlustað. Sjálfur var ég kominn með nóg af þessu viðhorfi og þegar ég las fyrst um Viðreisn fann ég loks tækifæri til að móta nýjan flokk frá grunni eftir áherslum ungs fólks, auk allra hópa sem verða gjarnan eftir í umræðunni. Frá því ég fór á fyrsta kynningarfundinn fyrir tveimur árum hefur stöðugt bæst í hópinn. Við unga fólkið mótuðum grunnstefnu flokksins og vorum virkir þátttakendur í öllu því ferli. Fólkið kemur úr öllum áttum, sumir hafa starfað í öðrum flokkum en margir aðrir, þar með talinn ég, hafa aldrei fundið sig í stjórnmálum áður.Óskaflokkurinn loks orðinn að veruleikaUndanfarin ár höfum við lagt kapp á að móta þann frjálslynda flokk sem við höfum alltaf viljað sjá á Alþingi. Flokk sem þorir að taka afstöðu til mála sem aðrir hunsa. Róttækar breytingar og markaðslausnir í landbúnaði og sjávarútvegi standa þar framarlega, en listinn er langt frá því að vera tæmandi. Viðreisn er fyrir þá sem velja vestræna samvinnu og fjölbreytileika, fram yfir þá einangrun sem núverandi stjórnvöld kjósa fyrir okkur. Við viljum markaðslausnir; greinum ekki á milli einstaklinga og bjóðum öllum jöfn tækifæri til að athafna sig að vild; tryggjum öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslegri þjónustu. Við virðum lýðræðið og viljum að þjóðin eigi úrslitaatkvæðið um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Viðreisn er fyrst og fremst flokkur þeirra sem kjósa almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Málefnastörfin hafa lagt grunninn að Viðreisn og glætt flokkinn lífi eins og kom berlega í ljós á vel heppnuðum stofnfundi og frábæru gengi alla tíð síðan. Höfuðáherslan hefur frá upphafi verið lögð á málefnavinnuna í stað þess að sníða hana eftir persónum og öðrum leikendum. Nú geta áhugasamir boðið sig fram á lista fyrir öll kjördæmi og tilhlökkunarefni að ganga til liðs við frjálslynt fólk sem er reiðubúið til góðra verka.Höfundur situr í stjórn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn var stofnaður í maí síðastliðnum og er óhætt að segja að honum hafi verið afar vel tekið. Fylgið eykst með hverjum mánuði og hefur flokkurinn m.a. verið nefndur hástökkvarinn í skoðanakönnunum. Víst er að tilurð Viðreisnar hefur komið ýmsum í opna skjöldu og mörgum er ekki enn ljóst fyrir hvað flokkurinn stendur, eða hverjir standa að honum. Þeirra á meðal hafa sumir misskilið aflið og m.a. sagt Viðreisn endastöð biturra Sjálfstæðismanna sem þrái ekkert heitar en aðild Íslands að Evrópusambandinu.Hvernig byrjaði þetta?Rétt er að rætur Viðreisnar má m.a. rekja til Sjálfstæðismanna sem mislíkaði stefna flokksins í frjálslyndi, vestrænni samvinnu og upptöku nýs gjaldmiðils. Kornið sem fyllti mælinn hjá þessum hópi var ákvörðun flokksins í ársbyrjun 2014 að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðisgreiðslu varðandi áframhaldandi aðildarviðræður Íslands við ESB. Sjálfstæðismenn voru hins vegar ekki þeir einu sem blöskraði framganga ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og ákvað frjálslynt fólk innan og utan stjórnmálaflokka því að taka höndum saman og lagði þar með drög að Viðreisn. Raunin er sú að Viðreisn hefur orðið að því pólitíska afli sem mörg okkar hafa óskað eftir árum saman. Við erum jú mörg sem könnumst við að hafa þurft að velja skásta kostinn í kjörklefanum þar sem skort hefur flokk sem höfðar raunverulega til manns. Þegar staðan er slík er freistandi að sitja heima, kalla stjórnmálamenn illum nöfnum á samfélagsmiðlum og spyrja þá hvenær þeir ætli að gera eitthvað af viti. En kannski er betra að spyrja sjálfan sig „hvers vegna geri ég ekki eitthvað af viti?“Flokkur mótaður af ungu fólkiMargir flokkar sjá ástæðu til að hafa ungt fólk eins og mig með til málamynda. Þannig geta þeir bent á að verið sé að gera eitthvað fyrir unga fólkið, en það sjálft er hins vegar ekki virkt í þeirri vinnu. Þess í stað er ákveðið hvað sé okkur fyrir bestu, frekar en að á okkur sé hlustað. Sjálfur var ég kominn með nóg af þessu viðhorfi og þegar ég las fyrst um Viðreisn fann ég loks tækifæri til að móta nýjan flokk frá grunni eftir áherslum ungs fólks, auk allra hópa sem verða gjarnan eftir í umræðunni. Frá því ég fór á fyrsta kynningarfundinn fyrir tveimur árum hefur stöðugt bæst í hópinn. Við unga fólkið mótuðum grunnstefnu flokksins og vorum virkir þátttakendur í öllu því ferli. Fólkið kemur úr öllum áttum, sumir hafa starfað í öðrum flokkum en margir aðrir, þar með talinn ég, hafa aldrei fundið sig í stjórnmálum áður.Óskaflokkurinn loks orðinn að veruleikaUndanfarin ár höfum við lagt kapp á að móta þann frjálslynda flokk sem við höfum alltaf viljað sjá á Alþingi. Flokk sem þorir að taka afstöðu til mála sem aðrir hunsa. Róttækar breytingar og markaðslausnir í landbúnaði og sjávarútvegi standa þar framarlega, en listinn er langt frá því að vera tæmandi. Viðreisn er fyrir þá sem velja vestræna samvinnu og fjölbreytileika, fram yfir þá einangrun sem núverandi stjórnvöld kjósa fyrir okkur. Við viljum markaðslausnir; greinum ekki á milli einstaklinga og bjóðum öllum jöfn tækifæri til að athafna sig að vild; tryggjum öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslegri þjónustu. Við virðum lýðræðið og viljum að þjóðin eigi úrslitaatkvæðið um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Viðreisn er fyrst og fremst flokkur þeirra sem kjósa almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Málefnastörfin hafa lagt grunninn að Viðreisn og glætt flokkinn lífi eins og kom berlega í ljós á vel heppnuðum stofnfundi og frábæru gengi alla tíð síðan. Höfuðáherslan hefur frá upphafi verið lögð á málefnavinnuna í stað þess að sníða hana eftir persónum og öðrum leikendum. Nú geta áhugasamir boðið sig fram á lista fyrir öll kjördæmi og tilhlökkunarefni að ganga til liðs við frjálslynt fólk sem er reiðubúið til góðra verka.Höfundur situr í stjórn Viðreisnar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar