Kínverskur rafbílaframleiðandi byggir 400.000 bíla verksmiðju Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2016 08:55 LeEco er kínverskur rafbílaframleiðandi sem er þó lítt kunnur. Hann hefur þó tengsl við Faraday Future og hyggst smíða bíla bæði í samstarfi við það fyrirtæki og sína eigin rafbíla. Til þess er LeEco nú að reisa risastóra rafbílaverksmiðju í nágrenni Huzhou borg í Kína, en í henni verður hægt að smíða 400.000 rafmagnsbíla á hverju ári. LeEco hefur ekki sett einn einasta rafmagnsbíl á markað og það hefur heldur ekki Faraday Future, þó svo það hafi sýnt tilraunabíl sinn FFZero1 víða. LeEco hefur reyndar sýnt einn tilraunabíl sinn, þ.e. LeSEE. Þessi stóra verksmiðja LeEco mun kosta 220 milljarða króna. Til samanburðar kostar uppsetning risaverksmiðju Tesla í Nevada 490-600 milljarða króna, en þar á að vera hægt að smíða um það bil sama magn bíla á ári og í verksmiðju LeEco í Kína. Þessar risaverksmiðjur rafbílaframleiðandanna og áhersla margra annarra bílaframleiðenda á rafmagnsbíla sýnir hversu mikil gróska er nú í smíði slíkra bíla. Sjá má kynningarmyndskeið fyrir LeEco bíl LeEco hér að ofan. Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent
LeEco er kínverskur rafbílaframleiðandi sem er þó lítt kunnur. Hann hefur þó tengsl við Faraday Future og hyggst smíða bíla bæði í samstarfi við það fyrirtæki og sína eigin rafbíla. Til þess er LeEco nú að reisa risastóra rafbílaverksmiðju í nágrenni Huzhou borg í Kína, en í henni verður hægt að smíða 400.000 rafmagnsbíla á hverju ári. LeEco hefur ekki sett einn einasta rafmagnsbíl á markað og það hefur heldur ekki Faraday Future, þó svo það hafi sýnt tilraunabíl sinn FFZero1 víða. LeEco hefur reyndar sýnt einn tilraunabíl sinn, þ.e. LeSEE. Þessi stóra verksmiðja LeEco mun kosta 220 milljarða króna. Til samanburðar kostar uppsetning risaverksmiðju Tesla í Nevada 490-600 milljarða króna, en þar á að vera hægt að smíða um það bil sama magn bíla á ári og í verksmiðju LeEco í Kína. Þessar risaverksmiðjur rafbílaframleiðandanna og áhersla margra annarra bílaframleiðenda á rafmagnsbíla sýnir hversu mikil gróska er nú í smíði slíkra bíla. Sjá má kynningarmyndskeið fyrir LeEco bíl LeEco hér að ofan.
Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent