Formaður Heimdallar sækist eftir baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 19:58 Albert er formaður Heimdallar. Fréttablaðið/Ernir Albert Guðmundsson, laganemi og formaður Heimdallar félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það fer fram í byrjun september. „Undanfarið ár hef ég sinnt formennsku í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkinn hef ég stutt frá því ég var í menntaskóla, út frá hugsjóninni um frelsi einstaklingsins. Síðan ég tók við starfinu og kynntist því góða fólki sem sinnir trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins hefur áhugi minn vaxið jafnt og þétt,“ segir Albert í tilkynningu. Í samtali við Vísi segist Albert stefna á 5. sætið í prófkjörinu.Albert ætlar í framboð.Mynd/Håkon Broder LundAlbert vakti mikla athygli seint á síðasta ári þegar hann hlaut kjör sem formaður Heimdallar með sex atkvæða mun gegn sitjandi stjórn. Hann kom í kjölfarið í einlægt viðtal hjá Fréttablaðinu um stjórnmálaþátttöku sína og þá erfiðu lífsreynslu að eiga föður sem varð alkóhólisma að bráð. Sjá einnig: Hefði viljað kynnast pabba eins og hann var Albert er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi, er útskrifaður úr Menntaskólanum í Reykjavík og leggur nú stund á lögfræði við Háskóla Íslands. „Í sumar starfa ég sem flugþjónn hjá Icelandair en hef áður sinnt ýmis konar störfum m.a. skrifstofustörfum, fiskvinnslu og umönnun eldri borgara. Þar að auki hef ég sinnt ótal félagsstörfum t.d. setið í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands og Stúdentaráði Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu. „Frá því ég tók við formannsembætti hef ég fundið fyrir mikilli grósku innan flokksins. Flokkurinn státar af fólki sem brennur fyrir velferð þjóðarinnar. Ungir sem aldnir komu að því að móta þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir en þeirri stefnu vil ég vinna framgang í samstarfi við alla Sjálfstæðismenn.“ Albert segist finna fyrir þeirri frelsistilfinningu sem Sjálfstæðisflokkurinn höfðar til og hann vilji koma þeirri tilfinningu á framfæri til annarra ungra Íslendinga. „Þess vegna sækist ég eftir baráttusæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Nái ég kjöri mun ég beita mér af heilhug til að efla Sjálfstæðisflokkinn, flokk allra stétta og starfa í þágu fólksins í landinu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Albert Guðmundsson, laganemi og formaður Heimdallar félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það fer fram í byrjun september. „Undanfarið ár hef ég sinnt formennsku í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkinn hef ég stutt frá því ég var í menntaskóla, út frá hugsjóninni um frelsi einstaklingsins. Síðan ég tók við starfinu og kynntist því góða fólki sem sinnir trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins hefur áhugi minn vaxið jafnt og þétt,“ segir Albert í tilkynningu. Í samtali við Vísi segist Albert stefna á 5. sætið í prófkjörinu.Albert ætlar í framboð.Mynd/Håkon Broder LundAlbert vakti mikla athygli seint á síðasta ári þegar hann hlaut kjör sem formaður Heimdallar með sex atkvæða mun gegn sitjandi stjórn. Hann kom í kjölfarið í einlægt viðtal hjá Fréttablaðinu um stjórnmálaþátttöku sína og þá erfiðu lífsreynslu að eiga föður sem varð alkóhólisma að bráð. Sjá einnig: Hefði viljað kynnast pabba eins og hann var Albert er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi, er útskrifaður úr Menntaskólanum í Reykjavík og leggur nú stund á lögfræði við Háskóla Íslands. „Í sumar starfa ég sem flugþjónn hjá Icelandair en hef áður sinnt ýmis konar störfum m.a. skrifstofustörfum, fiskvinnslu og umönnun eldri borgara. Þar að auki hef ég sinnt ótal félagsstörfum t.d. setið í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands og Stúdentaráði Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu. „Frá því ég tók við formannsembætti hef ég fundið fyrir mikilli grósku innan flokksins. Flokkurinn státar af fólki sem brennur fyrir velferð þjóðarinnar. Ungir sem aldnir komu að því að móta þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir en þeirri stefnu vil ég vinna framgang í samstarfi við alla Sjálfstæðismenn.“ Albert segist finna fyrir þeirri frelsistilfinningu sem Sjálfstæðisflokkurinn höfðar til og hann vilji koma þeirri tilfinningu á framfæri til annarra ungra Íslendinga. „Þess vegna sækist ég eftir baráttusæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Nái ég kjöri mun ég beita mér af heilhug til að efla Sjálfstæðisflokkinn, flokk allra stétta og starfa í þágu fólksins í landinu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40
Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50